Frá og með 4. júlí verður dýrara að kaupa rafbíla frá Kína innan ESB.
Á vefsíðu Tek.no er vísað í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB þar sem þeir saka Kína um „ósanngjarna niðurgreiðslu“.
Nú er það svo að allur rafbílamarkaðurinn hefur orðið til með niðurgreiðslum. Án stórfelldra styrkja og fríðinda hefði Noregur til að mynda ekki verið leiðandi í heiminum í kaupum á rafbílum. En á tungumáli framkvæmdastjórnarinnar er það líklega „sanngjörn“ niðurgreiðsla.
Nýi tollurinn kemur ofan á núverandi toll sem er 10 prósent. Forsaga þess er sú að ESB telur að kínverskir rafbílaframleiðendur fái „ósanngjarna styrki“ sem ógni evrópskum keppinautum.
Bílaframleiðendur sem ekki hafa verið í samstarfi við rannsóknir ESB, þar á meðal SAIC, sem stendur að baki vörumerkinu MG, fá 38,1% tollgjöld.
Hinir helstu framleiðendur BYD og Volvo eigandi Geely munu fá 17,4 og 20 prósent tolla í sömu röð. Volvo EX30 hefur verið mest seldi rafbíllinn í Noregi tvo mánuði í röð.
Nýju tollarnir gætu einnig haft áhrif á vestræna bílaframleiðendur eins og Tesla, sem er með framleiðslu í Kína.
Nýju tollarnir munu taka gildi frá og með 4. júlí næstkomandi, nema framkvæmdastjórn ESB samþykki kínverskt samkomulag um undanþágu frá tollunum.