Pútín býður frið – Bjarni segðu já, takk

frettinErlent, Innlent, Páll Vilhjálmsson, Pistlar2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Friðartilboð Pútín Rússlandsforseta er sanngjarnt. Austurhéruð Úkraínu, að mestu byggð rússneskumælandi fólki, fari undir Rússland og Úkraína gangi ekki í Nató. Selenskí forseti Úkraínu svarar tilboðinu með því að líkja Pútín við Hitler. Vesturlönd standa þétt að baki Úkraínuforseta.

Gömul tugga er að fyrsta fórnarlamb stríðs sé sannleikurinn. Í tilfelli Úkraínustríðsins glataðist sannleikurinn löngu áður en átök brutust út. Rússland var í samfelldri vörn frá lokum kalda stríðsins. Margvísleg innanmein hrjáðu Rússa eftir að kommúnisminn gaf upp öndina. Rússar sýndu engin merki um að viðhalda forræði sínu yfir málefnum Austur-Evrópuríkja. Enn síður stóðu þeir gráir fyrir járnum og hótuðu innrás í Vestur-Evrópu, líkt og á tímum Sovétríkjanna.

Kommúnismi var altæk og alþjóðleg hugmyndafræði og hættuleg sem slík. Eftir fall járntjaldsins bjóða Rússar ekki upp á hugmyndafræði til útflutnings. Þeir báðu aftur um að öryggishagsmunir rússneska ríkisins yrðu virtir og Natóð færði ekki út kvíarnar.

Vesturlönd, þ.e Bandaríkin og Nató-samstarfið, létu allar óskir Rússa sem vind um eyru þjóta. Tilfallandi skrifaði nýlega:

Á leiðtogafundi Nató í Búkarest árið 2008, já, fyrir 16 árum, var tilkynnt að Georgíu og Úkraínu yrði brátt boðin aðild að hernaðarbandalaginu. Í framhaldi varð eitt smástríð, í Georgíu, og annað langvinnt í Úkraínu.

Ástæða átakanna er að Rússum þótti þjóðaröryggi sínu ógnað með væntanlegri inngöngu tveggja ríkja, Úkraínu sérstaklega, í hernaðarbandalag sér óvinveitt. Frá landamærum Úkraínu er dagleið á skriðdreka til Moskvu.

Menn geta sagt margt um Nató, að það sé friðarbandalag, saumaklúbbur eða bólverk vestrænnar menningar. En ekki er hægt að álykta annað um rússneskt þjóðaröryggi en að það sé Rússa sjálfra að meta það. Eftir að Sovétríkin fóru á öskuhaug sögunnar fyrir 35 árum stóð eftir Rússland, ásamt smærri lýðveldum. Bandaríkin og ESB, með Nató sem verkfæri, færðu út kvíarnar, juku áhrif sín, á fyrrum áhrifasvæði Sovétríkjanna/Rússlands í Austur-Evrópu.

Fyrst um sinn, á tíunda áratug síðustu aldar, létu Rússar sér næga að æmta. Eftir aldamót varð tóninn alvarlegri. Rússar myndu ekki láta yfir sig ganga að Nató-her sæti öll vesturlandamæri ríkisins.

Innrás Rússa er komin á þriðja ár. Héruðin sem friðartillaga Pútín gerir ráð fyrir að verði rússnesk eru að stórum hluta komin undir hervald þeirra. Engin teikn eru um að stjórn Selenskí í Kænugarði nái vopnum sínum. Sjálfur er Selenskí umboðslaus, kjörtímabil hans í forsetaembætti rann út í maí. Úkraínu er stjórnað með tilskipunum. Landinu er haldið á floti efnahagslega og hernaðarlega með vestrænum framlögum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fer á ráðstefnu í Sviss, segir í viðtengdri frétt, að ræða framhald Úkraínustríðsins. Tillaga Bjarna á fundinum ætti að vera að hringja í Pútín og ræða frið.

2 Comments on “Pútín býður frið – Bjarni segðu já, takk”

  1. Pútin hefur aldrey boði upp á anna frið en friðin til að hoppa út gluggan.Ég held að Stalín og Maó hafi verið englar í samnburði við þennan mann. Morðóður.

  2. Júlíus Einarsson, gætirðu útskýrt fyrir fullornu fólki hvað þetta á að þíða hjá þér?

    „Pútin hefur aldrey boði upp á anna frið en friðin til að hoppa út gluggan“

    Að öðru, ef þú ert svona hræddur við það að detta út um glugga, þá ættir þú að hafa þá bara lokaða gæskurinn.

    Þú segir að Pútin sé morðóður?
    Pútin og ríkisstjórn Rússlands er búin að vinna að því í mörg ár að halda friðinn gagnvart nágrönnum sínum og Evrópu
    NATO árásarsamtök BNA hafa verið að æsa upp illindi á milli nágranna Rússlands og Rússlands, nýjasta dæmið er að gerast í Georgiu þar sem utanríkisráðherra Íslands tók þátt í mótmælum gegn sitjandi ríkisstjórn þess lands.

    Joe Biden og skósveinar þeirra (þar með talin ríkisstjórn Íslands) bera ábyrgð á dauða 500 – 600 þúsund íbúa Úkraínu á síðast liðnum tveimur árum og eru ekki hættir. Ég myndi nú telja að þessir aðilar væru mun frekar veruleikafyrrtir og morðóðir. Þetta er veruleikinn og allt annað enn það sem áróðursmiðlarnir sem þú eingóngu les og hlustar á eru búnir á einfaldan hátt að fylla inn í hausinn á þér!

Skildu eftir skilaboð