Kanada skilgreinir byltingarvörðinn í Íran sem hryðjuverkasamtök

frettinErlent, HryðjuverkLeave a Comment

Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök.

Jafnframt hvetja kanadísk yfirvöld Kanadamenn í Íran til að yfirgefa landið.

Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlancsegir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum.

Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar.

Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni.

Byltingarverðirnir eru jafnframt einlægir stuðningsmenn Hamas hryðjuverkasamtakanna í Palestínu og hafa hvatt til hryðjuverka í Ísrael.

Skildu eftir skilaboð