Spilling í sinni tærustu mynd? – Lífeyrissjóðir keyptu fyrir fjóra milljarða í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust

frettinInnlent5 Comments

Fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins eyddu tæplega fjögur þúsund milljónum af almannafé í að kaupa 6,2 prósenta hlut í Bláa lóninu þrátt fyrir að gríðarleg óvissa ríkti um framtíð Svartsengis í ljósi landriss á svæðinu og eldgoss í Fagradalsfjalli. Kaupin gengu í gegn á sama tíma og eldgosið í Fagradalsfjalli stóð yfir og í raun hófst kaupferlið þegar gosið stóð sem hæst eða í júní árið 2021, frá þessu er greint á Nútímanum.

Kaupin gengu í gegn á sama tíma og eldgosið í Fagradalsfjalli stóð yfir og í raun hófst kaupferlið þegar gosið stóð sem hæst eða í júní árið 2021.

Fjölmiðlar fengu hins vegar ekki veður af umræddum viðskiptum fyrr en í byrjun september sama ár en þá var fyrst greint frá fyrirhugaðri milljarðafjárfestingu Blávarma. Eldgosið í Fagradalsfjalli, sem hófst þann 19. mars sama ár, lauk hins vegar ekki fyrr en 18. september.

Keyptu bréfin á yfirverði – Sigurður græddi milljarða

Sama ár og lífeyrissjóðirnir keyptu Sigurð Arngrímsson út skilaði Saffran Holding, félag Sigurðar sem fór með hlut hans í Bláa lóninu, hagnaði upp á tæplega 2,9 milljarða íslenskra króna.

Ekki var um að ræða neina brunaútsölu því lífeyrissjóðirnir borguðu yfirverð fyrir hlutabréfin. Það þýðir á mannamáli að þessir fjórtán lífeyrissjóðir greiddu meira en virði bréfanna var talið vera á þeim tíma. Í umræddu verðmati, sem lífeyrissjóðirnir sjálfir létu gera í gegnum félag sitt Blávarma, var hvergi tekið til greina það mikla óvissuástand sem þá svo sannarlega ríkti á Reykjanesskaganum.

Nánar um málið má lesa hér.

5 Comments on “Spilling í sinni tærustu mynd? – Lífeyrissjóðir keyptu fyrir fjóra milljarða í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust”

  1. Sorglegt að engin kommentar á þetta! Finnst fólki þetta vera virkilega í lagi? Elítan hefur sýna traustustu manneskjur til að stjórna þessum sjóðum og fólk horfir í hina áttina! Fólk er fífl.

  2. Stjórn Lífeyrissjóða verður að leysa upp, svo einfalt er það, þetta er glórulaust.

  3. Þetta er ein geggjunin að það sé hægt að gera sparifé landsmanna upptækt í nafni þess að þér sé ekki treystandi til að leggja til hliðar. Þetta hefur orðið til þess að hlutfall þeirra sem eiga sitt húsnæði sjálfir hefur hrapað úr ca. 95% í 70% á fjórum áratugum. Lífeyrissjóðirnir nota sparifé fólksins til að kaupa íbúðir sem það leigir svo sjóðsfélögum á okurverði.
    Ég er sammála Trausta.

  4. Af hverju haldið þið að verið sé að kæla hraunjaðarinn sem er að fara vestur yfir varnargarðana í átt að bláalóninu?
    Siðblinda og spilling.is!

    Þetta hefði aldrei verið gert ef hraunið væri að renna inn í Grindavík!

  5. Það á að banna atvinnurekendum að koma að rekstri lífeyrissjóða. Slíkt skapar ekkert annað en spillingu og þjófnað á fé sjóðsfélaga.

Skildu eftir skilaboð