Staðreyndaskoðarar svokallaðir "fact checkers" urðu mikið áberandi á meðan covid svikamyllan stóð sem hæst. Einnig hafa þeir verið duglegir í loftlagsáróðrinum, og látið er að því liggja að þetta séu hinir einu sönnu menn „sannleikans.“
Hins vegar hefur komið ítrekað í ljós að þessir svokölluðu staðreyndaskoðarar, hafa haldið úti vinstrisinnuðum áróðri og eru alls ekki að bera sannleikann á borð.
Snopes er einn af þessum skoðurum, en þeir viðurkenndu nýlega að hafa haldið fram ósannindum um Trump forseta.
Í kjölfar kappræðna milli Trump og Biden, þá hélt Snopes því fram að Trump hefði hrósað nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum í Charlottesville og kallað þau „mjög gott fólk“ .” Joe Biden hóf síðar forsetaherferð sína árið 2020 með orðunum „Charlottesville, Virginia.
Það sem Trump sagði hinsvegar er: „Ég er ekki að tala um nýnasista og hvíta þjóðernissinna, því það ætti að fordæma þá algerlega.“
Trump notaði hins vegar setninguna „mjög gott fólk“ til að vísa til friðsamra mótmælenda frá báðum hliðum.
No, then-President Donald Trump did not call neo-Nazis and white supremacists "very fine people" in 2017. Speaking about a deadly protest in Charlottesville, Virginia, he said those groups should be "condemned totally." https://t.co/AHjw0mwl3i pic.twitter.com/TtCH1BzZja
— snopes.com (@snopes) June 20, 2024
Þetta er ein af nokkrum staðreyndaathugunum sem Snopes hefur þurft að afturkalla á þessu ári. Þeir vita að fólk er ekki að kaupa draslið sitt lengur, segir á valkostamiðlinum The Gateway Pundit.
Eins og miðillinn greindi frá í síðasta mánuði, neyddist Snopes til að viðurkenna að dagbók Ashley Biden, þar sem hún gaf ítarlegar upplýsingar um uppeldi sitt, þar á meðal um kynhneigð sína og „sturtur með pabba sínum,“ ung að aldri, er byggð á sannleika. Snopes hélt því fram að það væri lygi, en dró það svo til baka eins og áður segir.