Ingi Freyr og uppreist æra grunaðra

frettinFjölmiðlar, Innlent, Páll Steingrímsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Tilkynning um að Ingi Freyr blaðamaður á Heimildinni og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu væri orðinn starfsmaður RÚV var send út á föstudegi. Fréttir sem eiga að gleymast fljótt eru sagðar á föstudögum.

Ingi Freyr tekur ekki til starfa á fréttastofu RÚV fyrr en í ágúst. Tilkynningin var skipulögð með það í huga að helgin og sumarfrí næstu vikna tækju kúfinn af gagnrýninni. Í ágúst yrði allt um garð gengið.

En það er fyrst í haust sem Heimildavandræði RÚV hefjast. Fréttastofa RÚV verður vanhæf til að fjalla um sakamál með grunaðan mann innanbúðar. Fréttastofa ríkisins verður að láta sér nægja að birta dómsniðurstöður. Sakamál í rannsókn verða bannfréttir. Skattamál Sigríðar Daggar leiddu fyrirsjáanlega til vanhæfis fréttastofu og hún var látin fara af ríkisfjölmiðlinum. Sakamálið sem Ingi Freyr á aðild að er alvarlegra en skattamisferli.

Ásamt Inga Frey eru þrír á ritstjórn Heimildarinnar (áður Stundin og Kjarninn) með réttarstöðu sakbornings. Þórður Snær ritstjóri og blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Arnar Þór Ingólfsson. Helgi Seljan blaðamaður er einnig með tengsl við byrlunar- og símastuldsmálið.

Heimildin er sökkvandi skip. Sakborningarnir gera útgáfuna í heild ótrúverðuga. Blaðamenn sem grunaðir eru um lögbrot en þegja um vitneskju sína eru til alls vísir. Lesendur álykta að blaðamenn sem ekki útskýra með trúverðugum hætti tengsl við refsimál í lögreglurannsókn séu líklegir til sópa undir teppið öðrum fréttnæmum atburðum og fara með ósannindi í fréttum er fá birtingu. Ótrúverðug útgáfa er dauðanum merkt, eins og sést á útbreiðslu og lestri Heimildarinnar.

Næsta vetur er líklegt að Heimildin leggi upp laupana. Verðlaunablaðamennirnir þurfa helst að tryggja sér aðra vinnu áður en ákærur verða gefnar út. Annars bíða þeirra atvinnuleysis- ef ekki örorkubætur.

Ráðning Inga Freys á RÚV er hugsuð af hálfu sakborninga að ryðja brautina að vegtyllum sem yrðu grunuðum annars torfengnar. RÚV gefur út siðferðisvottorð um að sakborningar séu gjaldgengir í stöður hjá hinu opinbera. Gangi það fram að Ingi Freyr mæti galvaskur á Efstaleiti í ágúst, telst hálfur sigur unninn. Grunaðir gefa sér að siðferðisvottorð frá Glæpaleiti veiti uppreist æru.

Þórður Snær ritstjórinn er áhugasamur um framboð fyrir Samfylkinguna til þingmennsku. Með siðferðisvottaðan fyrrum undirmann á fréttastofu RÚV telur ritstjórinn sig í góðum málum. Eftir kosningar næsta vor gæti ríkisstjórnaraðild Samspillingar, afsakið, Samfylkingar greitt götu Aðalsteins, Arnars Þórs og Helga Seljan í þægilega innivinnu á ríkislaunum.

Fjarvinna frá Hólmsheiði kæmi einnig til álita.

Skildu eftir skilaboð