Tommy Robinson handtekinn í Kanada eftir að hafa flutt öfluga ræðu um ritskoðun og ofsóknir stjórnvalda

frettinErlent, Mannréttindi, Ritskoðun1 Comment

Breski aðgerðarsinninn, blaðamaðurinn og málfrelsisbaráttumaðurinn Tommy Robinson var handtekinn í Calgary í Kanada skömmu eftir að hafa flutt öfluga ræðu sem gagnrýndi ritskoðun og ofsóknir stjórnvalda.

Tommy Robinson, er þekktur fyrir ákafa baráttu sína gegn ritskoðun, var í Kanada í ræðuferð sem skipulögð var í samstarfi við Rebel News, sem er kanadískur frjáls og óháður valkostamiðill.

Áætlað var hann myndi einnig stoppa í Edmonton og Toronto eftir málþingið í Calgary.

Tommy hlaut mikið lófaklapp frá áhorfendum, en þegar hann steig af sviði þá biðu hans leynilögreglumenn sem að handtóku hann. Alls Tíu lögreglumenn, þar á meðal einkennisklæddir, gerðu aðsúg að Robinson, handtóku og var hann svo færður í jeppa þar sem honum var ekið á brott.

Ezra Levant, stofnandi Rebel News, veitti viðtal fyrir utan Carriage-hótelið í Calgary og lýsti yfir miklum áhyggjum af eðli handtökunnar.

„Ég stend fyrir utan Carriage Inn hótelið í Calgary, þar sem Tommy Robinson var nýbúinn að halda stóra ræðu fyrir 150 Calgaríubúa um málfrelsi og bardaga hans í Bretlandi. Það var svo ekki fyrr en hann kláraði ræðuna og gekk út að tíu lögreglumenn komu honum fyrir aftan í jeppa,“ sagði Levant.

Levant hélt áfram og lýsti ringulereið og áhyggjum af skyndilegri handtöku sem virtist koma öllum að óvörum. „Við spurðum hver ákæran væri. Við spurðum hvert verið væri að fara með hann. Lögreglan neitaði að gefa okkur svör.“

Levant veltir því fyrir sér hvort handtakan tengist innflytjendamálum. Hann hafði strax samband við einn af æðstu sakamálalögfræðingum Calgary til að aðstoða við að finna Robinson, sem gæti verið vistaður í ýmsum fangageymslum eftir hin meintu brot.

„Ég er ekki hissa á því að kanadíska ríkisstjórnin, sem tekur við skipunum frá Justin Trudeau, taki þátt í ritskoðun á málfrelsisbaráttumanni eins og Tommy Robinson,“ sagði Levant.

Í nýrri uppfærslu tilkynnti Ezra Levant að Robinson hefði verið sleppt eftir nokkra klukkutíma yfirheyrslur.

„Tommy Robinsson hefur verið sleppt“ En hann verður að skila inn vegabréfinu sínu, og vera áfram í suðurhluta Alberta og hann getur ekki yfirgefið Kanada. Á morgun munum við vinna í því að fá því hnekkt,“ sagði Levant á X.

One Comment on “Tommy Robinson handtekinn í Kanada eftir að hafa flutt öfluga ræðu um ritskoðun og ofsóknir stjórnvalda”

  1. Þessi handtaka var líklega gerð til að vernda lýðræðið!

Skildu eftir skilaboð