Af hverju hættu mótmælin?

frettinInnlent, Jón Magnússon, Pistlar2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Finnst fólki ekki sérkennilegt að allt í einu skuli hollvinir hryðjuverkasamtaka Hamas, hætta mótmælum með kröfum um vopnahlé á Gasa með Möggu Stínu gólandi í broddi fylkingar?

Af hverju gerðist það?

Gæti það verið vegna þess, að í þrjár vikur hefur Hamas staðið til boða vopnahlé, sbr. samþykkt öryggisráðs SÞ og Katar og Egyptar hafa unnið að því að ná fram?

Foringi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar og hryðjuverkafélagar hans vilja ekki vopnahlé af því að þeim er sama um afdrif íbúa, svo fremi að þeir geti haldið áfram árróðursstríðinu gegn Ísrael. Allt til að ná fram stefnu sinni um þjóðarmorð á Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur hvar sem er í heiminum.

Magga Stína og félagar hennar í hollvinafélagi Hamas hér eru ekki ein um að hætta að krefjast vopnahlés á Gasa. Engar mótmælagöngurnar eru í London, Washington DC eða í vestrænum háskólum núna. Af hverju þegja mótmælendurnir nú, sem hafa hingað til staðið á öskrinu um vopnahlé á Gasa og krefjast þess ekki að Hamas samþykki vopnahléð? Væri þessu fólki annt um íbúa Gasa þá mundu þau að sjálfsögðu gera það.

Þessi samsömun mótmælendanna, sem nú þegja með ógeðfelldustu hryðjuverkasamtökum heimsins, Hamas, sem steiktu ungbörn lifandi, nauðguðu og drápu og tóku yfir 200 gísla sem flestir hafa veri myrtir er með fádæmum. Aðeins hryðjuverkasamtökin ÍSIS ná samjöfnun við Hamas í grimmd og óeðli.

Það er verðugt umhugsunarefni, af hverju mótmælendurnir í hollvinasamtökum Hamas, skuli ekki hafa þá siðferðiskennd, að gera kröfu til friðar og vopnahlés þegar allir aðrir en hryðjuverkasamtökin Hamas samþykkja það. Þessi afstaða sýnir því miður siðræna rotnun og óheilindi mótmælendanna í styrktarfélagi Hamas gagnvart málstað friðar og öryggis.

2 Comments on “Af hverju hættu mótmælin?”

  1. Jón Magnússon, ég er nú svo sem enginn sérstakur aðdáandi Hamas frekar enn stjónvalda í Ísrael.

    Enn ég verð nú að segja það að þessi grein þín er einstreingisleg og meira og minna innihaldslaus eins og flest sem þú skrifar.

    Jón Magnússon að maður eins og þú sem er búin að vera í stjórnmálum og sitjandi á alþingi í mörg ár sé ekki með meiri þekkingu á þessum hlutum og ekki með nokkru móti búinn að átta þig á því sem hefur gengið á þarna fyrir botni Miðjarðarhafs frá því fyrir 1950 og til dagsins í dag er hreint út sagt með ólíkindum. Ísrael er búið að stunda landtöku á landi Palistínu í skjóli Bandaríkjana og Bretlands ásamt því að taka upp svipaðar aðferðir og nasistarnir stunduðu á gyðingum í seinni heimstyrjöldinni með því að loka palistínska fólkið innan girðinga meira og minna allann þennan tíma.
    Það er alveg með ólíkindum að þessar blessuðu Sameinuðu þjóðir sem eru eins og flest annað stjórnað af mestu leiti af einræðisherrunum í Washington séu ekki búin að leyfa stofnum Palistinu sem ríki.

    Ég er nokkuð viss um að Hamas er ekkert annað enn afkvæmi gengdalausra kúgunar á fólkinu í Palistínu sem elur af sér haturssamtök eins og Hamas.

    Það er engin lausn að flytja þetta fólk hingað, það kalla ég aðeins það að færa vandamálið. Okkur væri nær að tryggja þessu fólki það að búa í eigin sjálfstæðu ríki. Ég held að orku og peningum sem utanríkisráðherra pokarottan er búin að eyða í proxistríð Bandaríkjanna væri betur varið í sjálfstæði Palistínu enn slátrun á íbúum Úkraínu.

  2. Ari. Þú ættir að vita að Hamas og Ísrael er sami aðilinn. Þú ert sennilega “plant”, til að halda gangandi, helfarar bullinu, einni mestu hamfara lygi sögunnar.
    Það er ekkert stríð í gangi á Gasa, enda geturðu pantað hótelherbergi þar.
    Ég tel að Palestínumenn hafi verið í vinnu við að byggja upp Arabalöndin, á okkar kostnað og núna eru hægri menn að styðja Zíonista og vinstri menn Hamas, og nú eru þeir að rífa niður byggingar á dýrasta landsvæðinu við ströndina. Auðvitað með hjálp spilltra manna úr okkar röðum.
    Ef það væri stríð þarna niður frá, myndu Gyðingar taka fagnandi þeirri fullyrðingu að Palestínumenn eru að setja fram gerfilegar stríðs fréttir, eins og margir hafa sýnt fram á. Jafnvel dúkku börn! Það er sennilega mikið upp úr þessu að hafa fyrir Sígauna Palestínumennina.

Skildu eftir skilaboð