Skoðanakönnun: 68% ameríkana vilja að Biden dragi sig til baka

frettinErlent, KosningarLeave a Comment

Sextíu og átta prósent bandarískra kjósenda vilja að Joe Biden dragi framboð sitt til baka eftir hörmulega frammistöðu hans í kappræðunum, samkvæmt skoðanakönnun JL Partners, en 32 prósent sögðust vilja hafa hann áfram sem  frambjóðandi demókrata.

Þrýstingur jókst á Biden að segja af sér eftir frammistöðuna á fimmtudag, þar sem margir demókratar og fjölmiðlamenn sýndu óánægju eftir frammistöðu hans. Embættismaður Biden herferðarinnar segir að Biden muni halda áfram með framboð sitt og að Biden muni taka þátt í ABC News kappræðunum í september.

Fjörutíu og fjögur prósent kjósenda sögðust ætla að kjósa Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem hækkuði um fjögur prósentustig eftir kappræðurnar.

Hinsvegar tapaði Biden töluverðu fylgi, aðeins 24 prósent sögðust ætla að kjósa hann.

Skildu eftir skilaboð