Árásarmaðurinn vinstri öfgamaður: styrkti Biden á vígsludegi hans

frettinErlentLeave a Comment

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an hef­ur nafn­greint árásarmann­inn sem hóf skotárás á kosn­inga­fundi Don­ald Trumps í Penn­sylv­an­íu­ríki.

Lögregla fór seint í gærkvöld að rannsaka heimili tvítugs karlmanns að nafni Thomas Matthew Crooks í Bethel Park í Pennsylvaníu í tengslum við skotárásina, að því er nágrannar greina frá við The Daily Wire.

Margir nágrannar sögðu, með skilyrðum nafnleyndar, að lögreglan hefði bankað upp á hjá þeim til að spyrja spurninga og í sumum tilfellum ráðlagt nágrönnum að yfirgefa heimili sín.

Lögreglan staðfestir frásögn New York Post, sem nafngreindi Crooks sem árásarmanninn. FBI staðfesti síðar þær upplýsingar snemma í morgun, eftir að hafa neitað að gera það á blaðamannafundi. Skrifstofan lýsti svo árásinni yfir sem banatilræði.

Skýrslur alríkiskjörstjórnar sýna að 20. janúar 2021, á vígsludegi Biden,  gaf hinn 20 ára gamli Crooks 15 dollara í gegnum ActBlue styrktarfyrirtækinu, til Progressive Participation Project, sem segist tileinka sér að virkja demókrataflokkinn og að verja lýðræðið. Í gjafaskrám merkti hann sig atvinnulausan og skráði heimilisfangið sem lögreglan er með undir höndum.

Opinberar skrár sem The Daily Wire skoðar benda til þess að báðir foreldrar hans séu löggiltir ráðgjafar og að faðirinn eigi fyrirtæki sem veitir fötlunarþjónustu. Skrár benda til þess að móðir hans sé skráður demókrati og faðir hans sé skráður frjálshyggjumaður. Fjölskyldan keypti heimili sitt árið 1998.

Thomas Matthew Crooks.

Ekki náðist í fjölskylduna við vinnslu fréttarinnar. Árásarmaðurinn var myrtur af leyniþjónustunni eftir að hafa skotið Trump í eyrað.

Hinn 20 ára gamli vinstri öfgamaður bjó hjá foreldrum sínum, en fjölskyldan var fremur hlédræg, að sögn nágranna. Fregnir herma að að móðirin sé fötluð og hafi þurft að styðjast við mann sinn til að geta gengið.

Leyniþjónustan mætti ​​ekki á blaðamannafundinn, þar sem embættismaður FBI viðurkenndi að það hefði komið sér á óvart að árásarmaðurinn hafi náð að planta sér á þaki og sleppa nokkrum skotum áður en leyniþjónustan stöðvaði hann. Kevin Rojek, sérstakur talsmaður FBI, segir að leyniþjónustan þurfi að svara þeirri spurningu.

Fleiri vinstri öfgamenn hafa spúað út hatri gegn Trump, hér má sjá eitt innlegg á X, en þessum var ruglað við Thomas Crooks víða um intenetið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

The Daily wire greinir frá.

Skildu eftir skilaboð