Viðtal við frelsishetjur um baráttuna og friðarmótmæli um heim allan

frettinErlent, Innlent, Margrét Friðriksdóttir, ViðtalLeave a Comment

Fréttin.is er hér með einkaviðtal við þá Pedro Brito og John Kage(Samurai) frá Portúgal og Brasilíu. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa barist fyrir frelsi mannkyns þegar kemur að lífi og heilsu okkar.

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar hitti þá félaga á Frelsisráðstefnunni The Road to Geneva í Genf í Sviss í síðasta mánuði, hér má sjá heimildarmynd um ráðstefnuna.

Pedro hefur staðið fyrir mörgum friðarmótmælum þar sem tugþúsundir hafa mætt og barist gegn alræðisstefnu WHO í heilsumálum, og John hefur m.a. látið sig mikið varða málefni barna í Brasislíu, en landið hefur gengið hvað harðast fram með að skikka börn í tilraunabólusetninga Covid sprautuefnanna sem hafa valdið mörgum alvarlegum veikindum og andlátum.

Pedro hefur verið í baráttunni til margra ára og skipulagði t.d. mótmæli gegn Bilderberg globalistum sem hafa sýnt alræðistilburði ásamt World Economic forum. Þá hefur hann staðið að fjölmennum mótmælum víðs vegar um heiminn með friðarsamtökunum We are the change.

John greinir frá því að hann hafi nánast verið einn í baráttunni frá upphafi, en með þrautseigjunni hafi vakningin orðið, og nú séu sífelt fleiri að vakna þegar kemur að bólusetningum og heilsufrelsi. Hann greinir einnig frá því að foreldrar hafi verið aðskildir frá börnum sínum ef að þeir samþykkja ekki bólusetningu fyrir börnin sín.

Við spurðum þessa hugrökku baráttumenn út í baráttuna, hvort að markmiðum hafi verið náð og hvert framhaldið sé.

Þá kom einnig fram að fyrirhuguð mótmæli fyrir sömu baráttu verði haldin í Washington DC í lok september næstkomandi.

Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér neðar:

Skildu eftir skilaboð