Sorgardagur í dag 1. nóvember

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, Mótmæli2 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Í dag öðlast ný lög gildi í Þýskalandi. Víða um heim mótmæla konur fyrir framan þýska sendiráðið. Þarna hefði Kvenréttindafélag Íslands átt að skipuleggja mótmæli líkt og kynsystur þeirra gerðu víða um heim.

Send var út tilkynning til fjölmiðla og í henni segir;

Við mótmælum þýsku lögunum ,, Gesetz über die Selbstbestimmung in Bezug auf den Geschlechtseintrag“ eða á íslensku, Lög um ákvörðunarrétt á kynskráningu. Eða bara sjálfákvörðunarlögin.

Framvegis getur maður breytt fæðingarkyni sínu með því að sækja um hjá þjóðskrá sem sér um skráningu þýskra borgara sem fæðast þar í landi.

Börn geta breytt kyni sínu. Ef barn er 14 ára á það sjálft að geta sótt um breytingu. Ef barnið er undir 14 ára eiga foreldrar að senda umsóknina og barnið á að vera til staðar þegar umsóknin er afhent. Ef barnið er 5 ára þarf það að gefa samþykki sitt fyrir umsókninni. Ef foreldrar eru ekki á einu máli getur fjölskylduhúsið tekið ákvörðun.

Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Reem Alsalem, um ofbeldi gagnvart konum og stúlkum hefur áhyggjur af öryggi kvenna og stúlkna þegar lögin öðlast gildi. Alsalem hefur látið í ljós áhyggjur sínar á mannréttinum kvenna og stúlkna því sjálfákvörðunarlögin gleymdu að gera ráð fyrir hvað á að gera við þá karlmenn sem misnota lögin og taka sér rétt til að nota einkarými kvenna og stúlkna, almenningssalerni, kvennaathvörf, kvennafangelsi o.s.frv. Hvernig hafa menn hugsað sér að vernda stúlkur og konur?

Það eru sérstaklega konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem geta fengið áfall að hitta karlmann í búningsklefa sundlaugar. Til að forðast það gætu þær valið að halda sig frá sundlaugum. En hvernig hafa menn hugsað sér að tryggja öryggi stúlkna og kvenna í búningsklefum?

Það verður forkastanlegt þegar lögin banna að spyrja einstakling hvort hann sé fæddur karlmaður, eða ef maður vill segja öðrum frá að í reynd er þetta ekki kona heldur karlmaður. Það verður bannað að vara stúlkur og konur við karlmanni, sem klæðir sig eins og kona, en er í reynd karlmaður.

Lögin gera 14 ára gömlu barni kleift til að breyta kynskráningu sinni án samþykkis foreldra. Lögin vernda ekki hagsmuni barna - sérstaklega stúlkna - og tryggja ekki að þau fái bestu mögulegu meðferð þegar þau glíma við ónot í eigin skinni og sjálfsmyndina á kynþroskaaldrinum.

Þýskaland tryggir ekki misnotkun á lögunum.

Hér má lesa meira um lögin.

Hér má sjá myndband sem hefur farið um eins og eldur í sinu.

Hér verður mótmælt víða um heim kl. 12 á hádegi:

  • Oceanien:
  • Wellington, New Zealand
  • Asien:
  • Taiwan
  • Indien
  • Japan
  • Europa:
  • Berlin, Tyskland
  • Portugal
  • Paris, Frankrig
  • Belgien
  • Norge
  • Spanien
  • Milan, Italien
  • Luxemburg
  • Østrig
  • Bern, Schweiz
  • Holland
  • Edingburgh, Skotland
  • Dublin, Irland
  • London, United Kingdom
  • Reykjavik, Island
  • Nordamerika:
  • New York City
  • Atlanta, Georgia
  • Minnesota, Midtvesten
  • Chicago, Illinois
  • Los Angeles, Californien
  • San Francisco, Californien
  • Boston, Massachusetts
  • Montreal, Canada
  • Sydamerika:
  • Rio de Janeiro, Brasilien
  • Brasilia, Brasilien
  • Sao Paulo, Brasilien

2 Comments on “Sorgardagur í dag 1. nóvember”

  1. Til hvers að mótmæla ef kjósendur í Þýskalandi kusu yfir sig þetta fólk vitandi vits í kosningum fyrir ekki svo löngu?

    Til hvers að vorkenna Íslendingum næsta körtímabil ef Samfylkingin verður kosin til forystu sem stærsti flokkur landsins?

    Þar sem þó er ennþá raunverulegt lýðræði þýðir ekkert fyrir fólk, sem kýs yfir sig fólk sem lofa að gefa öðrum peningana þína og þröngva geðveilu annars fólks inn í þitt daglega líf.

    Veruleg takmörkun ríkisvaldsins er eina aðferðin til að bæta hagsmuni almennings og lög sem gera samþjöppun á markaði refsiverða.

  2. Allt er afbakað í dag. Og svokallaðir ,,ráðamenn“ kvitta undir allskonar skrípalög eins og engin sé morgundagurinn.
    Nú er orðið auðveldara að trúa biblíunni en þar segir t.d ; Satann er höfðingi þessa heims.
    Og einhverja hluta vegna er íslenska þjóðin upp til hópa ekkert að sporna við áætlun satans, og því er hætt við að næstu kosningar tortími því litla sem er eftir að siðferðisvitund landsmanna.
    Ef Guð á að blessa ísland í næstu hamförum, er eins gott að þjóðin kjósi sér einhver afskipti Guðs í þessu landi.

Skildu eftir skilaboð