Katrín tekur við formennsku WHO nefndar um „loftslagsbreytingar og heilsu“

frettinErlent, Innlent, WHO1 Comment

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um „loftslagsbreytingar og heilbrigðismál“ sem til stendur að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Þessu greindi Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, frá á fundi í vikunni þegar hann var endurkjörinn í starf sitt.

Kluge lagði áherslu á að loftslagsbreytingar sköpuðu mikla hættu fyrir heilsu fólks. Hann sagði að beita þyrfti nýjum aðferðum til að tryggja að brugðist væri við ógninni sem af þeim stafaði. Hluti af því væri að setja á fót samevrópska nefnd um loftslagsbreytingar og heilsu til að efla frumkvæði í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að það fyllti sig eldmóði að Katrín hefði samþykkt að taka þetta verkefni að sér.

Kluge sagði að ef framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar samþykkir stofnun nefndarinnar á fundi sínum í janúar verði hún stofnuð í Reykjavík í febrúar.

One Comment on “Katrín tekur við formennsku WHO nefndar um „loftslagsbreytingar og heilsu“”

  1. Elítan að setja inn sitt fólk sem á eftir að fokka í öllu upp

Skildu eftir skilaboð