Björn Bjarnason skrifar: Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag, 22. júlí, að einhverra hluta vegna hafi „þjóðfélagsumræðan færst í æ meiri mæli frá því að ræða á hvaða grunni við ætlum að stefna áfram sem samfélag“. Dagskrárvaldið sé „iðulega yfirtekið af mislitlum smámálum með það eina augljósa markmið að þyrla upp ryki og skapa tortryggni“. Telur Hildur … Read More
Brim gagnrýnir samkeppniseftirlitið
Björn Bjarnason skrifar: Með samningnum við matvælaráðherra verður athugunin pólitískt viðfangsefni og þess vegna vill Brim vita um réttarstöðu sína. Samkeppniseftirlitið (SKE) sektaði útgerðarfyrirtækið Brim um 3,5 milljónir á dag frá og með 19. júlí fyrir að skila ekki upplýsingum sem tengjast rannsókn eftirlitsins á stjórnunar- og eignartengsl fyrirtækja í sjávarútvegi. Rannsóknina vinnur eftirlitið á kostnað matvælaráðuneytisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri … Read More
Bankakerfið í stríði við Farage
Björn Bjarnason skrifar: Í Bretlandi er nú hart sótt að Dame Alison Rose, forstjóra NatWest-samsteypunnar, fyrir að Coutts-bankaútibúið neitaði að eiga viðskipti ESB-andstæðinginn Nigel Farage. Hneyksli í bankaheiminum taka á sig ýmsar myndir. Hér glíma stjórnendur Íslandsbanka við afleiðingar forkastanlegrar hegðunar starfsmanna bankans við sölu á hlutabréfum í bankanum 22. mars 2022. Bankastjórinn hefur sagt af sér og formaður bankaráðsins … Read More