Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um „loftslagsbreytingar og heilbrigðismál“ sem til stendur að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þessu greindi Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, frá á fundi í vikunni þegar hann var endurkjörinn í starf sitt. Kluge lagði áherslu á að loftslagsbreytingar sköpuðu mikla hættu fyrir heilsu fólks. Hann sagði að beita … Read More
Þegar maður gerist fjölmiðill
Geir Ágústsson skrifar: Pistlar Páls Vilhjálmssonar, fyrrverandi kennara og fyrrverandi blaðamanns, eru lesnir um það bil 15 þúsund sinnum á viku. Það er á pari við lestur á heimildin.is og mannlif.is skv. mælingum Gallup. Það, og sé tekið mið af efnistökum Páls (oft vönduð rannsóknarblaðamennska þar sem þræðir eru bundnir saman), og það mætti alveg eins segja að hann sé … Read More
Sundrung í Samfylkingunni
Björn Bjarnason skrifar: Kolbrún andmælir þeirri skoðun Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálaskýranda að þetta mál sé „stormur í vatnsglasi“, það flokkist „engan veginn undir það“. Einlæg aðdáun þjóðkunna menningarblaðamannsins Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Degi B. Eggertssyni er alkunn. Ávallt sér Kolbrún ljósan punkt í stjórnmálastörfum hans þegar aðrir sjá rautt. Kolbrún skrifar fastan dálk, Sjónarhorn, í sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í tölublaðinu sem kom … Read More