Samkvæmt litakóðakerfi Danmerkur eru öll lönd í Evrópusambandinu og á Schengen-svæðinu græn eða gul. Það þýðir að ekki þarf að fara í sóttkví eða einangrun eftir að til landsins er komið. Rök Dana fyrir þessu afslappaða viðhorfi eru þau að delta-afbrigðið er ríkjandi víðast hvar og þykir það vera nokkuð fyrirsjáanlegt. Þetta viðhorf virkar sennilega framandi á Íslendinga sem óttast fátt meira en delta-afbrigðið og má eflaust kenna hræðsluáróðri sérfræðinga hér á landi um sem eiga að vita betur, þ.e.s.a að afbrigði eru ávallt hættuminni en upphaflega veiran.
Danir hafa komist að því að delta-afbrigðið leiðir ekki til fleiri innlagna hjá börnum. Afbrigðið smitar vissulega meira en önnur en krakkarnir standa það af sér. Þegar heilbrigðisfólk er spurt hvers vegna upplifun Bandaríkjamanna og Breta er önnur veltir einn því fyrir sér hvort krakkarnir í þessum ríkjum séu ekki bara holdmeiri en danskir krakkar og ekki eins hraustir.
Á föstudaginn missir kórónuveiran sérstöðu sína í Danmörku og sóttvarnarráðstafanir hætta því að mestu ef undan eru skilin einstaka úrræði ef útbreiðsla smita verður mikil og leiðir til mikilla veikinda. Næturlífið opnar á ný, veitinga- og kaffihús geta tekið upp fyrri opnunar- og veitingatíma, samkomur af öllum stærðum og gerðum geta farið fram innan- og utandyra og skólahald verður eðlilegt á ný. Danir hafa verið að opna hratt og mikið undanfarnar vikur í umhverfi stöðugra smita (um 1000 ný smit á dag síðan í júlí), jafns eða minnkandi álags á sjúkrahúsin og mjög fárra dauðsfalla, hlutfallslega. Um daginn var meira að segja gefið út að svokallaður smitstuðull væri á hraðri niðurleið og stendur nú í um 0,7. Vel er fylgst með því hvaða þjóðfélagshópar eru að smitast og á meðan það er ungt og hraust fólk sem kemur ekki á spítalana eða stoppar bara stutt við þá er ekki talin vera nein hætta á ferðum. Um leið er ekki verið að tala niður virkni sprautuefnanna og þriðja sprautan er bara í boði fyrir þá með mjög veiklað ónæmiskerfi eða íbúa á hjúkrunarheimilum. Grimuskylda heyrir líka sögunni til hjá frændum okkar Dönum.