Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Í færslu fyrir tveimur dögum var sagt frá trans aðgerðasinna sem fékk dóm, vægan dóm, fyrir að hóta konum lífláti og sjá fyrir sér hryðjuverk gegn konum. Fá slík mál hafa komið upp á yfirborðið því þeir sem segja sannleikann kæra ekki annað fólk fyrir skoðanir þess, jafnvel þó það væri tilefni til.
Trans fólk, aðgerðasinnar og samtök ganga hins vegar langt í að verja lygina sem þeir boða víða um heim
Christina Ellie Ellingsen, var dregin fyrir dóm. Nú reyndi á hvort sannleikurinn hafi vægi. Trans aðgerðasinni dró hana fyrir dómstólana í Noregi fyrir að segja að maður geti ekki veið kona. Hún vann málið, að sjálfsögðu, annað hefði orðið hneyksli meðal dómara. Hér má lesa um málið.
Vinnuveitandi Maya Fostater sagði henni upp, stuðningur við trans hugmyndafræðina birtist í að hann sagðist þurfa að passa orðsporið. Vinnuveitandinn hafði ekki bein í nefinu gagnvart trans aðgerðasinnum, lét undan þrýstingi. Maya Fostater fór í mál og vann það. Hún sagði sannleikann, ekki er hægt að breyta líffræðilegu kyni. Hér er hægt að lesa um málið.
Mannréttindadómstóllinn hefur dæmt, fæddur karlmaður skal skráður faðir á fæðingarvottorð barns og fædd kona er móðir þess. Hér má lesa um dóminn.
Kennarar og vinnuveitendur þeirra
Kennari í Danaveldi fékk smjörþefinn af svona hegðun trans aðgerðasinna. Yfirmaður hennar er ekki heltekin af trans hugmyndafræðinni og leyfir fólki að hafa ólíkar skoðanir. Hann fékk skilaboð frá trans aðgerðasinnum sem vildu kennarastarfið af Dananum. Hann lét það sem vind um eyru þjóta, enda ríkir skoðana- og tjáningarfrelsi á vinnustaðnum. Það gerði hins vegar ekki skólastjóri á Fróni, hann valdi aðra leið í bergmálshellinum. Hér og hér má lesa um málin.
Hvatt var til uppsagnar á kennara hér á landi vegna greinar um fræðsluefni trans Samtaka 78. Sveitarfélagið sem rekur skólana sá ekki ástæðu til þess enda hefur sama sveitarfélag brennt sig á slíku. Sá sem hvatti til að kennari missti lífsviðurværi sitt vegna skoðanamunar er grunnskólakennari. Leiða má líkum að umræddur grunnskólakennari aðhyllist trans hugmyndafræðina og því heyrir þetta undir sama flokk og hin málin sem sagt er frá í blogginu. Hér má lesa um málið.
Sænskum kennara var sagt upp, 2021, því hún neitaði að nota fornafn trans hreyfinga á nemanda sinn. Hennar trú og lífgildi er ástæðan. Að söng kennarans hafði barnið hafði aldrei óskað eftir því sjálft að nota trans fornafn heldur voru foreldrar þessa 7 ára barns (2021) mjög uppteknir af trans málefnunum. Hér má lesa um málið.
Sænski skólastjórinn fórnaði rúmlega 20 börnum fyrir þetta eina barn og rak umsjónarkennara þeirra í stað þess að fallast á málamiðlun hennar að hún myndi nota eigið nafn barnsins. Það sýnir okkur skekkjuna í þessum málaflokki.
Vegna aukinnar þekkingar og vitneskju um hvaða áhrif trans hugmyndafræðin hefur á börn vil ég trúa að skólastjórinn hefði brugðist öðruvísi við í dag. Dæmið sýnir okkur hvað önnur börn hafa lítinn rétt, þau svipt umsjónarkennara sínum í nafni trans hugmyndafræðinnar. Voru ekki einu sinni spurð, hvað þá foreldrar þeirra.
Fleiri mál sem varðar kennara og vinnustaðinn þeirra má finna þó svo bloggari skrifi ekki um þau.
Lesbíurnar
Tonje Gjevjon segir að karlmaður geti ekki verið lesbía. Rökrétt því lesbía elskar aðra konu. Trans aðgerðasinna hugnaðist ekki ummælin og kærði hana. Hún átti yfir höfði sér þriggja ára dóm yrði hún fundin sek. Svo varð ekki. Það hefði orðið aðhlátursefni fyrir dómarar og réttarkerfið að viðurkenna að karlmaður geti verið lesbía þó hann skilgreini sig sem konu. Lesbíur kæra sig ekki um kynfæri karlmanna. Lesið hér.
Nú stendur yfir mál í Ástralíu. Sall neitaði karlmanni sem heldur fram að hann sé lesbía aðgangi að appi sem er eingöngu fyrir lesbíur. Karlmaðurinn, Roxie, hefur nú dregið Sall fyrir dómstóla og var málið dómtekið 9. apríl. Margir bíða með öndina í hálsunum eftir að niðurstaða liggi fyrir. Tapi Sall málinu eru réttindi kvenna og stúlkna í enn meira uppnámi en nú er. Lesið hér.
Verja réttindi kvenna
Lotte Ingerslev hefur ekki farið varhluta af hatursorðræðu í sinn garð. Hún ver réttindi barna, kvenna og stúlkna. Hún hefur skrifað á bloggsíðuna sína transkoen.dk þar sem hún gagnrýnir Danska knattspyrnusambandsins vegna meðferða á túlum. Hún hefur t.d. skrifað um lyfjagjafir og meðferðir á börnum sem eru harðlegar gagnrýndar. Karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, Nadia Jacobsen, og er í nefnd á vegum Danska knattspyrnusambandsins hefur kært Lotte. Lögreglan hlustaði ekki á kvartanir hans, og því verður ekki opinbert mál. Einkamál eru dýr í Danmörku. Nadia sem þarf að safna peningum til að hefja málsóknina en söfnunin gengur mjög hægt. Hér má lesa um málið.
Spænski rithöfundurinn Lucía Etxebarria vann dómsmál. Hún kallaði trans einstakling karlmann, enda er hann það og sést mjög vel á útliti hans. Dómarinn hafi orð á því. Rithöfundurinn segir tjáningarfrelsið lifa, því karlmaður getur ekki breytt sér í konu. Hér má sjá umfjöllun um málið.
OPINIÓN | Soy una heroína, deme usted las gracias, por Lucía Etxebarria (@LaEtxebarria).https://t.co/6QpUbwHKU3
— THE OBJECTIVE (@TheObjective_es) April 26, 2024
JK.Rowling hefur líka háð baráttu til að vernda einkarými stúlkna og kvenna. Varla þarf að hafa mörg orð um það, hún er heimsþekkt og því líklegra að lesendur þekki baráttuna.
One Comment on “Þessar hafa mátt þola kvartanir, kærur og uppsagnir vegna skoðana og sannleiks”
Helga Dögg þú ert hetja og átt skilið allt gott fyrir sannleikann sem þú heldur uppi gegn veiku fólki sem veit ekki hvað það er eða hvaða kyni það tilheyrir sem er geðrænn vandi og ranghugsun sem ætti að meðhöndla á geðdeild. Transfólks túlkun er ofbeldi gegn sannleikanum.