Ameríka nötrar eftir kappræðurnar: „Biden varð þjóðinni til skammar“

frettinErlent, Kosningar1 Comment

Það er óhætt að segja að Ameríka nötri eftir forsetakappræðurnar á milli þeirra Biden og Trump sem fór fram í nótt.

Biden er sagður hafa „gert þjóðina að fífli“ og einhverjir netverjar segjast skammast sín eftir að hafa orðið vitni að núverandi forseta gera sig að athlægi.

Það var ekki nóg með það að forseti Bandaríkjanna virtist illa áttaður, og oft á tíðum óskiljanlegur, talaði samhengislaust og rödd hans heyrðist óskýrt, þá sagði hann ósatt þegar hann var spurður út í landamæramálin, hann sagðist vera dáður af landamæragæslunni en félag landamæravarða sá sig þá knúið til að leiðrétta þá rangfærslu og birti opinberlega yfirlýsingu þess efnis:

Netverjar hafa velt fyrir sér samhengislausum fullyrðingum sem Biden hafði uppi og spurt sig að því hvort hann væri á sterkum lyfjuð eða hugsanlega vantaði einhver lyf:

Þá hefur einnig verið gert mikið grín af forsetanum fyrir að tala samhengislaust um innflytjendastefnuna og virtist ekkert kannast við það vandamál sem hann hefur skapað í landinu, Trump þykir hafa farið af kostum með svörum sínum:

Á X var skrifað: „Hvað í andskotanum er þetta? Ég bjóst satt að segja ekki við að Joe Biden forseti yrði svona gríðarlega hörmulegur. Ef þetta væri hnefaleikaleikur hefðu þeir hætt bardaganum strax. Hann lítur út og hljómar eins og 81 árs hrörnað gamalmenni, hörmulegt.“

Hér neðar má sjá fleiri brot af viðbrögðum ameríkana á X:

June 28, 2024

One Comment on “Ameríka nötrar eftir kappræðurnar: „Biden varð þjóðinni til skammar“”

  1. Joe Biden í fjögur ár til viðbótar! Þá breytist grínmyndin í hrollvekju fyrir allan heiminn.

Skildu eftir skilaboð