Þorgeir Eyjólfsson skrifar:
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar vestra sýna að 33% bandarísks almennings er sammála ummælum hjartalæknisins Dr. Peter McCullough sem hann lét falla í janúar 2023 þegar hann sagði bóluefnin verða fjölda fólks að aldurtila. "The vaccine is killing people, and is killing large numbers of people." Könnunin leiðir jafnframt í ljós að 25% eða fjórðungur þeirra sem létu bólusetja sig sjá nú eftir því.
Könnunin sem gerð var af Rasmussen Reports sýnir að yfir 100 milljónir Bandaríkjamanna telja bólusetningarnar valda ótímabærum dauðdaga þeirra bólusettu og 67 milljónir sjá eftir að hafa þegið bóluefnið.
Af niðurstöðum könnunarinnar má ráða að viðhorfsbreyting hefur orðið meðal almennings til covid bólusetninganna samfara dvínandi trausti til lyfjaframleiðenda. Hliðstæð þróun hérlendis endurspeglaðist í afar takmörkuðum áhuga eldri borgara á covid sprautunni s.l. haust þegar innan við helmingur þáði bólusetningu. Alvarlegar aukaverkanir covid efnanna, sbr. mikill vöxtur krabbameins og fjölgun dauðsfalla virðist ef marka má sóttvarnalækni hafa dregið úr tiltrú foreldra á skynsemi barnabólusetninga.
Ekki fer sögum af hliðstæðum spurningum í skoðanakönnun hérlendis en þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri við samtökin Frelsi og ábyrgð að hafa frumkvæði að því að setja spurningar um viðhorf íslensks almennings til covid bólusetninganna á spurningavagn könnunar: