Evrópuþingmaður handtekinn: grunur um spillingu í tengslum við heimsmeistaramótið í Katar

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Belgíska lögreglan hefur handtekið gríska demókratann og Evrópuþingmanninn Evu Kaili, sem er einnig ein af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins. Handtakan átti sér stað á föstudagskvöld í Brussel að því er heimildarmaður sem þekkir málið sagði við AFP. Belgíska lögreglan hafði unnið að rannsóknum í fjóra mánuði vegna gruns um að Katar hafi reynt að múta stjórnmálamönnum Evrópusambandsins varðandi ákvarðanir fyrir heimsmeistaramótið … Read More

Þrír fallnir í árásum á rússneska herflugvelli

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Þrír vélvirkjar rússneska hersins létu lífið og fjórir slösuðust þegar úkraínski herinn gerði drónaárásir á herflugvellina í Saratov og Ryazan í Rússlandi í gærmorgun, hafði RIA Novosti eftir tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins í gær. „Að morgni 5. desember, gerði Kænugarðsstjórnin tilraun til árásar á mannlaus loftför frá Sovét-tímanum, á Diaghilevo-herflugvellinum í Ryazan og Engels-herflugvellinum í Saratov,“ á að hafa sagt … Read More

Evrópusambandið hótar Elon Musk banni vegna málfrelsis á Twitter

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Ritskoðun, Stjórnmál1 Comment

Evrópusambandið (ESB) hefur hótað Elon Musk, nýjum eiganda samfélagsmiðlisins Twitter banni, af því að hann hefur aflétt ritskoðun og ákveðið að opna áður lokaða reikninga. Frá því greindi Financial Times fyrst í dag, en Reuters segir frá. Þessu á yfirmaður innri markaðar ESB, Thierry Breton, að hafa hótað Musk á fjarfundi í dag, en Financial Times vitnaði í fólk sem … Read More