Vikið úr Íhaldsflokknum fyrir að líkja „bólusetningunum“ við helförina

frettinCovid bóluefni, StjórnmálLeave a Comment

Andrew Bridgen, þingmanni breska Íhaldsflokksins, hefur verið vikið úr þingflokknum tímabundið vegna ummæla á Twitter varðandi Covid „bólusetningar.“ Þar sagði hann:
„Eins og einn hjartalæknir sagði við mig, þetta [Covid bóluefnin] er stærsti glæpur frá því að helförin átti sér stað.“

#image_title

Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á leiðtogum Íhaldsflokksins, sem fara með stjórn mála á Bretlandi. Forsætisráðherrann, Rishi Sunak, fordæmdi ummæli Bridgen og sagði þau „algjörlega óviðunandi“. Sama gerði þingflokksformaður Íhaldsflokksins sem sagði Bridgen hafa farið „yfir strikið“. 
 

 Fleiri forystumenn gagnrýndu þingmanninn, þar á meðal fyrrum heilbrigðisráðherra Bretlands, sem barðist fyrir bólusetningum, stífum reglum, grímum og einangrun fólks á Covid tímum.

Andrew Bridgen hefur um skeið verið gagnrýninn á aðferðir breskra yfirvalda í baráttunni gegn Covid og segir þau hafa gengið allt of langt varðandi tilskipanir er lúta að einangrun og innilokun almennings sem og útgáfu sérstakra bólusetningarvottorða.

Sjálfur bólusettur og hvatti aðra til þess sama 

Í upphafi faraldursins var þingmaðurinn jákvæður gagnvart nýjum bóluefnum og fór sjálfur í bólusetningu og hvatti aðra til þess. Hann segist síðan hafa skoðað málið og komist að því að ekkert lægi fyrir um gagnsemi bóluefnanna, sem hvorki kæmu í veg fyrir smit né drægju úr einkennum þegar smitun yrði. Hann sagði í desember 2022 að þegar í stað ætti að hætta bólusetningum, enda sýndu rannsóknargögn að þær „gerðu meira ógagn heilsufarslega“, og að þær leystu ekki þann heilsufarsvanda sem þeim væri ætlað að leysa".

Þess má geta að Bridgen hefur sjálfur glímt við aukaverkanir eftir Covid sprauturnar. Hann nýtti aðstöðu sína í þinginu í desember sl. og lýsti því yfir að samkvæmt áreiðanlegum heimildum væri háttsettur meðlimur í bresku hjartasamtökunum (British Heart Foundation) að fela skýrslu sem sýnir að mRNA Covid sprautuefnin auki bólgur í hjartaslagæðum.

Helstu framkvæmdaaðilar í bresku heilbrigðiskerfi drógu í efa röksemdir og staðhæfingar Bridgen sem hefur æ ofan í æ í gagnrýni sinni vísað til sérfræðinga og talna sem hafa sýnt fram á aukin dauðsföll sem afleiðingu bólusetninga gegn Covid. Þessir talsmenn kerfisins segja að aukaverkanir vegna bólusetninga ekki vera umtalsverðar í ljósi umfangs bólusetninganna.

Heldur áfram að beina kastljósinu að skaða „bóluefnanna“

Þrátt fyrir brottvikningu úr Íhaldsflokknum gegnir Bridgen áfram þingmennsku.  Hann hefur einnig haldið gagnrýni sinni áfram og birti frétt á Twittter í gær um gríðarleg umframdauðsföll í Bretlandi sem hann tengir við „gena meðferðina“. Hann nefnir „fílinn í herberginu“ í því sambandi. Hér má fylgjast með þingmanninum á Twitter.

Skildu eftir skilaboð