Af Alþingi, siðfræði lífs og dauða og sálarstríði barnanna

frettinAlþingi, Hallur Hallsson, Innlent1 Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Í fyrsta kafla Barnalaga nr. 76/2003 er kveðið skýrt og skorinort á um að: “Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína.“ Stjórnarskrá, Mannréttindasáttmáli Evrópu og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveða sömuleiðis á um rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Hér á landi er upplýst að tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica, nú Livio Reykjavík leyndi hjónin Gunnar Árnason og Hlédísi Sveinsdóttur heimtun 50 eggja. Nítján fósturvísum var stolið og stuldinum leynt í rúman áratug. Hjónin hafa rökstuddan grun um tilvist ellefu barna úr stolnum fósturvísum og hafa farið fram á dna-rannsóknir. LMG lögmenn sjá um að bera fólkið röngum sakargiftum til að koma í veg fyrir að börnin fái þekkt uppruna sinn, hugsanleg alsystkin og líf-foreldra.

Snorri Einarsson læknaforstjóri Livio í samtali við hjónin í ársbyrjun 2022 gaf til kynna að fósturvísunum kynni að hafa verið fargað enda “óskrifuð vinnuregla“. Það kynni að hafa verið skýringin á glötuðu fósturvísunum nítján hjá Art Medica þvert á samninga. Athygli lögreglu hefur verið vakin á þessu siðleysi sem verðskuldi lögreglurannsókn en yfirvöld sjá ekki, heyra ekki, aðhafast ekki.

Skömm Alþingis og ríkisstjórnar

Í rúman áratug, 2012-2021 reyndu þingmenn að knýja í gegn um Alþingi lagabreytingu til að tryggja börnum sem getin eru með tæknifrjóvgun rétt til að þekkja uppruna sinn, síðast 2021. Einhverra hluta vegna hefur þingsályktunartiilagan þvælst fyrir þingmönnum frá 141. löggjafarþingi Alþingis 2012-13 og síðan 146. 147. 148. 149. 150. og 151. löggjafarþing án þess að fá framgang. Íslensk börn sem getin eru með tæknifrjóvgun eiga ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn, ólíkt Norðurlöndum og Bretlandi. Auðvitað verður íslenskt samfélag að leysa þetta erfiða mál en ekki sópa undir teppi.

„Siðfræði lífs og dauða“

Í greinagerð með tillögunni á Alþingi 2020-21 er vitnað í bók Vilhjálms Árnasonar frá 2003 "Siðfræði lífs og dauða" þar sem er bent á að ekki megi ýta til hliðar brýnum hagsmunum barns að þekkja uppruna sinn. Fólk megi ekki lina eigin þjáningar á siðlausan hátt. Það skapi hættu á að farið verði að “...nota barnið sem tæki til að þjóna markmiðum foreldra en horft framhjá því að barnið er einstaklingur með sjálfstæð réttindi og hagsmuni.“ Með nafnleynd fósturgjafa sé brotið á rétti barns. Hafi barn þörf fyrir að fá upplýsingar um uppruna sinn en sé synjað geti því fylgt mikið “... sálarstríð og erfiðleikar.“ Er þetta nákvæmlega það sem gerst hefur hér á landi ... “Sálarstríð og erfiðleikar“ lagðir á herðar börnum af siðblindum foreldrum? Fyrir liggur að hylmt er yfir rökstuddan grun og sendiboðar erfiðra tíðinda ofsóttir; líf-foreldrar og blaðamaður.

Praxís hinna voldugu

Þingmenn lögðu til “...að ráðherra leggi frumvarp fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2021.“ Dómsmálaráðherra 2021 var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnússonar stjórnarformanns Morgunblaðsins á lögmannsstofunni Juris. Þar praktíserar formaður Lögmannafélags Íslands, Stefán A. Svensson sem í fósturvísamálinu hefur gætt hagsmuna Þorsteins Davíðssonar Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Áslaug lét af embætti dómsmálaráðherra 28. nóvember 2021. Við tók Jón Gunnarsson en þar situr nú Guðrún Hafsteinsdóttir.

Lögregla knýr dyra

Í nóvember 2023 fóru Gunnar og Hlédís fram á dna rannsókn á tveimur börnum Þorsteins Davíðssonar og Heiðrúnar Waage, séra Geirs í Reykholti. Kröfu hjónanna var svarað innan 48 vinnustunda með lögregluheimsókn þar sem lagt var hald á haglabyssu rjúpnaskyttunnar Gunnars sem í aldarfjórðung hafði farið til veiða. Oddviti íslenskra lögmanna röskur til verka og lögregla hlýðin. Haldlagning byssunnar var framlengd 8. maí 2024. Sama dag fékk blaðamaður á afmælisdag sinn kvaðningu lögreglu vegna kæru Evu LMG undirritaða 13. maí, fimm dögum síðar. Þetta er ómögulegt að skálda.

Á Alþingi ríkir þögn um rétt barna til uppruna. Á toppnum er hliðvörður Katrín Jakobsdóttir. Hún bauð Gunnari og Hlédísi í þrígang í forsætisráðuneytið til þess að ræða almennt um arkitektúr. Kári Stefánsson fékk EON arkitektastofu hjónanna til að teikna verðlaunahús sitt í Kópavogi ...

One Comment on “Af Alþingi, siðfræði lífs og dauða og sálarstríði barnanna”

  1. Skelfileg lesning um meðvirkni og spillingu. – Hvað með að fá dna sýni frá börnunum. -Þau verða sjálfráða áður en varir, og vilja væntanlega þekkja uppruna sinn. – Vonandi fáið þið, ágætu hjón, Hlédís og Gunnar farsæla úrlausn ykkar mála. Kv. Gunnar

Skildu eftir skilaboð