Ríkisstjórnin bannar nýskráningu bensín og dísel bíla árið 2028

frettinInnlent, OrkumálLeave a Comment

Nýskráning fólksbifreiða, sendibifreiða eða bifhjóla sem knúin eru með jarðefnaeldsneyti verður óheimil árið 2028. Þetta er ein af tillögum í uppfærðri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Menningar- og viðskiptaráðherra telur að endurskoða þurfi breytingar á gjöldum á rafbíla sem tóku gildi um áramót. Ein tillaga í uppfærði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er að nýskráning fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla, sem knúin eru með jarðefnaeldsneyti, verði óheimil árið 2028.

Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og skuldbundið sig til að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í samfélagslosun árið 2030 miðað við árið 1990. Frá árinu 2005 hefur losun á hvern einstakling dregist saman um 30%. Fram kemur í áætluninni að frekari árangur í loftslagsmálum velti á því að hér á landi sé nægt framboð af grænni orku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að stjórnvöld verði sífellt að endurmeta aðgerðir sínar í loftlagsmálum. Spurð hvort það hafi verið mistök að breyta ívilnun vegna virðisaukaskatts á rafbíla um áramót, í ljósi þess að sala á þeim hefur dregist mjög saman segir Lilja: „Ég held að þetta sé eitthvað sem við verðum að endurskoða.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins greinir frá málinu á Facebook og spyr hann sig hvað sér eiginlega að gerast? 

„Flest önnur þróuð lönd voru búin að átta sig á því að þetta væri algjörlega óraunhæft fyrir 2040/50. Bílaframleiðendur hafa viðurkennt það og lagað framleiðslu sína að því.

Meira að segja hinn ágæti rafbílaframleiðandi Tesla gerir sér grein fyrir þessu. En ekki ríkisstjórn Íslands.

Ég ætlaði að leggja fram fyrirspurn um hvenær stjórnin hyrfi frá hinu óraunhæfa 2030 markmiði sínu. En nei… Banni á skráningu hefðbundinna bíla verður FLÝTT á Íslandi!

…Svo er það spurningin um orkuna sem sama ríkisstjórn finnur ekki.

Þessi pólitík er ekki í sambandi, hvorki við rafmagn né raunveruleikann,“ skrifar Sigmundur.

Færsluna má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð