Hvað er K2-vítamín og hvaða gagn gegnir það?

frettinHeilsan, InnlentLeave a Comment

Hér fer á eftir fróðleikur um K1- og K2-vítamín sem fenginn er í myndbandi hér neðar: Nýrnalæknirinn Sean Hashni MD FASN) og næringarfræðingurinn Michele Crosmer RD, CSR) fjalla um áhrif K2- vítamíns á ýmsa sjúkdóma.

Sean Hashni.

Nýrnalæknirinn Sean Hashni byrjar:  

K1-vítamín / fylókínón (phylloquinone) er mest í lifrinni og gegnir hlutverki vítamíns sem er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun. Ekki er tekið inn K1-vítamín ef fólk er á blóðþynningarlyfjum.

En K2-vítamín virkar alls staðar nema í lifrinni og það er mikilvægt gegn nýrna- og hjartasjúkdómum. K2- vítamín (monoquinone) hefur nokkrar undirtegundir sem er mikilvægt að vita um þær eru:
MK4,
MK7,
MK8,
MK9.

Það sem virkar best af öllum undirtegundunum er MK7. Hinar tegundirnar frásogast ekki vel. MK4 hefur litla virkni, sama er að segja um MK9 jafnvel þó að það endist lengi þá frásogast það illa. Þetta er nauðsyn að vita um, sérstaklega hvað varðar nýrnasjúkdóma.

Í rannsókn á nýrnablóðþrýstingi árið 2016 kom fram að ef mikið fosfór er í blóðinu eru meiri líkur á aukningu próteins í þvagi, eins er hætta á hækkun kreatíns. Þar kom fram að 90 míkrógrömm af K2 vítamíni, (sem er mjög lítið magn), minnkaði kölkun í æðum, það minnkaði líka virkni kalkkirtla og dró úr nýrnasjúkdómum. Þannig að gegn nýrnasjúkdómum er K2 sérstaklega mikilvægt.

Önnur rannsókn frá árinu 2016 sýndi fram á að 45 milligrömm af K2- vítamíni minnkaði mjaðmabeinsbrot um 77 prósent, það minnkaði hryggjarliða brot um 60 prósent og það minnkaði önnur beinbrot um 81 prósent. (Hér er talað um milligrömm, aðrar frásagnir hér miðast við míkrógrömm).

Í hollenskri rannsókn sem var birt árið 2010 og gerð var bæði á körlum og konum kom fram að aukið K2- vítamín minnkaði nýrnasjúkdóma og sykursýki um 7 prósent. Rannsókn sem var birt í Jama árið 2004 sýndi að endurkomu sjúklinga með lifrarkrabbamein og lifrarfrumukrabbamein fækkaði verulega þegar aukið var K2-vítamín. Þegar kemur að offitu og þyngd eru mjög áhugaverðar upplýsingar um K2- vítamín sem tengjast minnkandi kviðfitu því að áhyggjur hafa verið af innyflafitu.

Úr hvaða fæðu fær fólk K2- vítamín? 

Í máli næringarfræðingsins Michele Crosmer kemur fram:  Að mikill munur er á því í hvaða næringu K1-vítamín og K2- vítamín er að finna. K1-vítamín er fyrst og fremst í jurtafæðu sérstaklega lauf grænum plöntum.

K2- MK7 vítamín er aðallega að finna í gerjuðum matvælum, sérstaklega í ,,Nattó“ eða ,,Tempeh“ eða ,,Miso“ eða súrkáli og sumum ostum. Þetta er matur sem fólk er almennt ekki að borða í Evrópu en í Japan eru gerjuð matvæli á borðum reglulega. K2- vítamín er í mismunandi formi eins og komið hefur fram og MK4 er sérstaklega að finna í dýraafurðum eins og lifur og ostum. Það nýtist ekki eins vel og MK7.

Tæknilega getur K1-vítamín breyst í K2- vítamín en það gerist ekki í miklu magni. Ef borðað er nóg af lauf grænmeti getur það hjálpað

Kalí / kalíum er efni sem skiptir máli varðandi nýrnasjúkdóma og nýrnaheilsu. Ef einhver er að leitast við að fá aukið K2 úr fæðunni er æskilegt auka neyslu gerjarðra matvæla eins og Natto“ og jafnvel Tempeh“ hvoru tveggja er hátt í kalíum. Það er mjög erfitt er fyrir fólk að fá nægilegt K2-vítamín ef það neytir ekki gerjaðrar fæðu. Fyrir þá sem neyta gerjaðrar fæðu geta bætt sér það upp með fæðubótarefnum.

Ef tekið er inn D3-vítamín er mikil þörf á að taka einnig inn K2-MK7- vítamín vegna þess að þau eru samverkandi. Þegar tekið er inn D3-vítamín frásogast kalk úr þörmunum og fer út í blóðið. Í því samhengi eru áhyggjur af slagæðakölkun og stífnun æða. En ef einnig er tekið inn K2- vítamín eykur það upptöku kalks úr þörmunum og skilar því út í beinin, Kemur þannig í veg fyrir að æðakölkun.

Sagt er að margir framleiðendur setji K2- vítamín í D3-vítamín. Það er jákvætt því að sumir vita ekki að þeir þurfi að taka K2-vítamín. Hafa þarf í huga að vera viss um að það K2 -vítamín sem bætt er í D3- vítamín sé MK7-K2- vítamín. Einnig þarf að vita að bæði D3- og K2-vítamín eru fituleysanleg vítamín og ekki hægt að útiloka eiturverkanir. Þó að ekki hafi komið fram neinar rannsóknir sem sanna það.

Ekki eru til góð próf til að mæla magn K2- vítamíns í blóði. Notast er við það sem kallast ,,Osteocalcin“ mæling sem getur sýnt þegar er meira af K2- vítamíni í beinum. (Upplýsingar af netinu: Osteocalcin er stórt prótein sem finnst í beinum. Það er notað til að hjálpa til við að meta beinmyndunar sjúkdóma. Þetta próf er notað þegar grunur leikur á um annað illkynja æxli í beinum. Það má einnig nota fyrir konur eftir tíðahvörf sem eru í hættu á að fá beinþynningu.)

Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi og enforFFdursagði nokkra fróðlega punkta úr myndbandinu: ,, Role of Vitamin K2 in Kidney Disease?“ Hér er hægt að hlusta / horfa á myndbandið í heild sinni: https://www.youtube.com/watch?v=rgGc6LwVBy4

Mikið er til af áhugaverðum bókum á ensku um K2 vítamín.

Greinin birtist fyrst á Heilsuhringurinn

Skildu eftir skilaboð