Malasía vill ganga í BRICS

frettinBRICS, Erlent, StjórnmálLeave a Comment

Malasía mun fljótlega hefja formlegar viðræður til að ganga í milliríkjasamtökin BRICS, þetta segir Datuk Seri Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu við dagblaðið The Star.

„Við höfum tekið rétta ákvörðun. Við munum hefja formlegt ferli fljótlega“.

„Við bíðum nú eftir endanlegri ákvörðun og viðbrögðum frá ríkisstjórn Suður-Afríku,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali við Guancha fréttavefinn í Shanghai.

BRICS, sem upphaflega samanstóð af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku, tók á móti Egyptum, Eþíópíu, Íran, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem nýjum meðlimum á leiðtogafundi þeirra í ágúst síðastliðnum.

Li Qiang, forsætisráðherra Kína, mun ræða við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu í dag, þegar þeir fagna hálfrar aldar diplómatískum samskiptum. AP fréttastofan greinir frá því.

Li, er fyrsti kínverski forsætisráðherrann til að heimsækja Malasíu síðan 2015, hann flaug seint í gærkvöldi til landsins frá Ástralíu. Við komu sína sagði Li að 50 ára afmæli þjóðanna tveggja væri nýr upphafspunktur til að dýpka tengsl og auka samskipti.

„Kína er að stuðla að kínverskri nútímavæðingu á öllum vígstöðvum með hágæða þróun. Malasía, fyrir sitt leyti, stuðlar að þjóðlegri þróun undir sýn Malasíu MADANI. Kína er tilbúið til samstarfs við Malasíu,“ sagði Li í yfirlýsingu sem innlenda fréttastofan Bernama birti.

Malaysia Madani er pólitísk umgjörð og slagorð stjórnvalda kynnt af stjórninni undir forystu 10. forsætisráðherrans, Anwar Ibrahim. Hugmyndin beinist aðallega að góðum stjórnarháttum, sjálfbærri þróun og kynþáttasamræmi í landinu.

Í kínversku forystunni er Li næstráðandi á eftir Xi Jinping forseta og í síðustu viku varð hann einnig fyrsti forsætisráðherra Kína til að heimsækja Nýja Sjáland og síðan Ástralíu í sjö ár.

Með kaupmáttarútreikningi er Malasía 30. stærsta hagkerfi heims og það er lykilland í Suðaustur-Asíu.

Bæði Víetnam og Indónesía hafa verið nefnd sem næstu lönd til að ganga í BRICS í náinni framtíð. Víetnam hefur þegar tekið þátt í BRICS fundum um þróunarlönd.

Utanríkisráðherra Taílands segir að land sitt og Malasía muni samræma inngöngu þeirra í BRICS. Samkvæmt kaupmáttarjöfnuði er Taíland í 22. sæti í heiminum.

BRICS er í því á góðri leið með að granda G7 löndunum með tilliti til fjölda þátttakenda. Það sem er mest sláandi er að þátttakendur í BRICS eru 45% jarðarbúa á móti 10% í G7.

Skildu eftir skilaboð