LEGO stekkur á „woke“ vagninn: LBGTQ fígúrur í partý með dýrum

frettinErlent, Hinsegin málefni, TransmálLeave a Comment

Barnaleikafangarisinn LEGO sendi nýlega frá sér Instagram myndband sem inniheldur „mini sögur“ sem kallast „Pride Parade“ eða hinsegingangan í nýlegri auglýsingaherferð.

Myndbandið sýnir Lego fígúrurnar safnast saman á förðunarborði í svefnherbergi. Lego fígúra kastar Lego-bita á gólfið til að búa til regnbogarennibraut, sem hjálpar þeim að renna niður til að sameinast öðru litríku LGBTQ Lego fólki með regnbogaþema í forgrunn.

„Þessar smáfígúrur fagna með sinni eigin „Pride-hátíð“, og því óhætt að segja að LEGO leikfangaristinn láti ekki sitt eftir liggja í LGBTQ aktivisma. Færslan er merkt með myllumerkjunum #LEGO #Pride #Celebration #LGBTQIA“, segir í yfirlýsingunni.

Herferðin skartar til að mynda dragdrottningum, lesbíuömmum, og transmanni með blátt hár sem virðist geta stokkið eins og ofurhetja, alls kyns dýrafígúrur bætast svo við, sem endar í „partý“ upp á robotryksugu.

Margir spyrja sig því að hvort transfólk sé komið í flokk með hinum ýmsu starfsheitum eins og kúrekum, bóndum, hjúkrunarkonum, lögreglumönnum, hermönnum,fiskimönnum, ljósmæðrum o.sfrv.

Og aðrir segja, látið börnin í friði frá öllum „aktivisma.“

Herferðina má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð