ESB finnur ekki 300 milljarða evra af frystum rússneskum gjaldeyriseignum

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, Fjármál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Ekki hefur tekist að finna megnið af rússneska gjaldeyrisvaraforðanum, eða um 300 milljarða evra, sem frystur var í evrópskum bönkum eftir 24. febrúar í fyrra. Þetta hefur litháenski fréttavefurinn Delfi eftir ónefndum heimildum innan úr Evrópusambandinu, í umfjöllun sem birtist þann 21. febrúar síðastliðinn. Evrópskur þingmannahópur hafði krafist þess af framkvæmdastjórninni, að gerð yrði samantekt yfir frystar eigur rússneska ríkisins. … Read More

Kína vísar ásökunum á bug og styrkir tengslin við Rússland enn frekar

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Öryggismál, Úkraínustríðið, Utanríkismál1 Comment

Ráðamenn í Peking þvertaka fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna, um að Kínverjar hafi íhugað að senda Rússum vopn í stríði sínu gegn Úkraínu, þar sem Bandaríkjamenn kölluðu eftir „friðelskandi“ þjóðum að bregðast við til að binda enda á átökin. Frá þessu greindi m.a. Al-Jazeera í byrjun vikunnar. Kínverskur talsmaður sagði á mánudag, að Bandaríkin væru ekki í aðstöðu til að setja afarkosti, … Read More

Jeffrey Sachs: Undraðist þögn fjölmiðla yfir Nordstream-hryðjuverkinu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, Fjölmiðlar, Orkumál, Öryggismál, Úkraínustríðið, UmhverfismálLeave a Comment

„Ég skil ekki af hverju við þegjum öll yfir því að Bandaríkin eyðilögðu Nordstream-gaslögnina“, er haft eftir Prófsessor Jeffrey Sachs, í setti hjá Bruno Kreisky stofnuninni í Vín, 14. desember í fyrra. Þar taldi hann m.a. Evrópu hafa tapað gríðarlega vegna utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sachs er einn þeirra sem óskaði eftir birtingu niðurstaðna á rannsókn málsins hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sl. … Read More