Jeffrey Sachs: Undraðist þögn fjölmiðla yfir Nordstream-hryðjuverkinu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, Fjölmiðlar, Orkumál, Öryggismál, Úkraínustríðið, UmhverfismálLeave a Comment

„Ég skil ekki af hverju við þegjum öll yfir því að Bandaríkin eyðilögðu Nordstream-gaslögnina“, er haft eftir Prófsessor Jeffrey Sachs, í setti hjá Bruno Kreisky stofnuninni í Vín, 14. desember í fyrra.

Þar taldi hann m.a. Evrópu hafa tapað gríðarlega vegna utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sachs er einn þeirra sem óskaði eftir birtingu niðurstaðna á rannsókn málsins hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sl. þriðjudag.

„Af hverju þegjum við yfir því?“, hélt Sachs áfram og fékk spurningu úr salnum: „Hvernig geturðu sannað það?“

„Með því að Biden forseti sagði þann 7. febrúar á þessu ári [2022]: Ef Rússar gera innrás [í Úkraínu], þá er gasleiðslan búin að vera“, og blaðamaður spurði forsetann í forundran, sagði Sachs: En herra forseti, hún er þýsk-rússneskir innviðir. Forsetinn svaraði: Engar áhyggjur, við höfum okkar aðferðir“.

„Bandaríkin hafa sínar aðferðir. Þau stjórna svæðinu og stunda eftirlit þar. Eftir að gasleiðslan var sprengd, sagði utanríkisráðherrann okkar, og ég hef það beint eftir honum: „Þetta er stórkostlegt tækifæri, til að venja Evrópu af rússneskri orku““.

„Þvílík og önnur eins yfirlýsing!“ sagði Sachs um þessi ummæli utanríkisráðerrans. „Ef maður hefði áhyggjur af alþjóðlegum skemmdarverkum á sameiginlegum innviðum, myndirðu kalla atvikið hræðilegan glæp og ógn við heimsfriðinn. Maður myndi ekki kalla það stórkostlegt tækifæri til að venja Evrópu af rússneskri orku. Þetta var hluti af bandarískri utanríkisstefnu.“

„Nú, Svíar fóru af stað til að hreinsa upp brakið og hvað sögðu þeir: Við getum ekki deilt uppgötvunum okkar með Þýskalandi af þjóðaröryggisástæðum. Skiljið þið eitthvað í þessu? Því að ég geri það. En þetta er ótrúlegt! Hvernig gátu Svíar ekki deilt niðurstöðum sínum með Þýskalandi og Danmörku? En verkefnið þeirra var að fjarlægja brakið, svo að enginn annar gæti rannsakað vettvang glæpsins heldur. Og það hafa þeir gert.“

Þeir vita sannleikann en kjósa að halda öðru fram

„Nú, eftir þetta óskaplega mikla skemmdarverk á alþjóðlegum lykilinnviðum, hafa fjölmiðlar ekki sagt orð í átta vikur. Hversvegna? Er þetta ekki mikilvægt? Er ekki einu sinni einn blaðamaður forvitinn um málið?“ undraðist Sachs.

„Þegar ég ræddi við þungavigtarblaðamann hjá einu af framlínudagblöðunum okkar, blaði sem birti nánast daglega „Rússland gerði það, að öllum líkindum“, sagði ég við hann, og ég hef þekkt hann í 40 ár: „Ég held að Bandaríkin hafi gert það“, og hann svaraði: „Auðvitað gerðu Bandaríkin það.“

Eru fjölmiðlar, áður í fremstu röð, dauðir?

„Þá sagði ég: „Nú, hversvegna greinir blaðið þitt þá ekki frá því?“ Hann svaraði: „Æi, þú veist, ritstjórarnir, og við erum ekki með neinar sannanir, en já, auðvitað, hver annar ætti að hafa gert það?““ Þetta er það sem maðurinn sagði, bætti Sachs við. „Og þá sýndi ég honum: „En blaðið þitt birti í dag, að hátt settir bandarískir embættismenn bendi á Rússland sem líklegan sökudólg í þessari eyðileggingu.“ Þá svaraði blaðamaðurinn, skv. Sachs: „Jaaah, Jeff, þú veist, þetta er erfitt og flókið.“

„Þegar ég var ungur,“ sagði Sachs, „ þá las ég dagblaðið ykkar, af því að þið hjóluðuð í Nixon út af Watergate, þið birtuð Pentagon-skjölin o.sfrv. „Já, en það dagblað er dautt,“ svaraði blaðamaðurinn um hæl. 

„Ég held að Evrópa sé í gildru. Spurningin til Evrópu að mínu einlæga mati er: Er hlutverk hennar að styðja bandaríska ofurvaldsdrauminn, eða er hlutverk hennar að vernda evrópska öryggishagsmuni? Í fullri alvöru, þettar er ekki einn og sami hluturinn,“, sagði Sachs.

Prof. Jeffrey D. Sachs fjallar um bandaríska utanríkisstefnu, hjá Stofnun Bruno Kreisky í desember í fyrra. Þessi hluti byrjar á mín 36.08.

------

Jeffrey David Sachs (f. 5. nóvember 1954) er bandarískur hagfræðingur, fræðimaður, sérfræðingur í opinberri stefnumótun og fyrrverandi forstöðumaður Earth Institute við Columbia háskóla, þar sem hann ber titilinn háskólaprófessor. Hann er þekktur fyrir vinnu sína að sjálfbærri þróun, efnahagsþróun og baráttunni við að binda enda á fátækt.

Skildu eftir skilaboð