Stuðningur Íslands við Úkraínu á þessu ári og síðasta nemur um 4,5 milljörðum króna. Kostnaður ríkisins við móttöku flóttafólks frá Úkraínu er ekki meðtalinn. Íslenska ríkið er að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála eins og önnur NATO ríki sem hafa vaxandi áhyggjur af auknu samstarfi Rússlands og Kína sem og umsvifum Kína í Kyrrahafinu. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO lauk … Read More
Samtökin 78 fá 55 milljón króna styrk frá forsætisráðuneytinu
„Gaman er að segja frá því að árið 2017 voru heildarframlög ríkisins til samtakanna 6.850.000 krónur en í ár munu framlög forsætisráðuneytisins nema 55 milljónum króna sem sýnir skýra forgangsröðun stjórnvalda í þágu réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á facebook síðu sinni í dag. Forsætisráðherra og formaður Samtakanna 78, Álfur Birkir Bjarnason undirrituðu styrktarsamning í forsætisráðuneytinu í dag. … Read More
Ísland veitir hundruðum milljóna króna í breskan stríðsfjármögnunarsjóð fyrir Úkraínu
Ísland hefur veitt sem nemur þremur milljónum punda, eða tæpum 520 milljónum króna, í breskan sjóð sem kaupir vopn, varahluti, mataraðstoð og fleira til að halda úti stríðsrekstri í Úkraínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneyta Íslands og Bretlands, í framhaldi af hliðarfundi við fund varnarmálaráðherra NATO sem fram fór í Brussel í gær. Varnarmálaráðherrar ríkja sem lagt … Read More