Fjárstuðningur íslenska ríkisins við Úkraínu nemur 4,5 milljörðum króna

frettinFjárframlög, Innlent, NATÓ, Úkraínustríðið2 Comments

Stuðningur Íslands við Úkraínu á þessu ári og síðasta nemur um 4,5 milljörðum króna. Kostnaður ríkisins við móttöku flóttafólks frá Úkraínu er ekki meðtalinn. Íslenska ríkið er að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála eins og önnur NATO ríki sem hafa vaxandi áhyggjur af auknu samstarfi Rússlands og Kína sem og umsvifum Kína í Kyrrahafinu.

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO lauk í Brussel í gær þar sem NATO ríkin samþykktu áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu og önnur ríki sem standa utan bandalagsinis í Austur- Evrópu. Utanríkisráðherrum Ástralíu, Nýja Sjálands, Suður-Kóreu og Japans var sérstaklega boðið á fundinn en þessi fjögur ríki hafa myndað bandalag vegna útþenslu Kína á hluta Kyrra-og Indlandshafs.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir samstarf NATO og þessarra ríkja afar mikilvægt.

Nánar má lesa um málið á Vísi.is.

2 Comments on “Fjárstuðningur íslenska ríkisins við Úkraínu nemur 4,5 milljörðum króna”

  1. Þvílíkt hyski!

    Það þarf að dæma þessa landráðamenn sem hafa dregið íslensku þjóðina inn í þennan glæp fyrir dóm
    Ísland á tafarlaust að segja sig úr NATO, þetta er árásar og kúgunarbandalag bandarískra stjórnvalda ekki varnarbandalag eins og stjórnvöld og sjálfskipaðir sérfræðingar þeirra ásamt fjölmiðla elítunni er að ljúga öllum stundum að íslensku þjóðinni. Þetta anskotans lið er á góðri leið með það að tortíma samfélagi manna á jörðinni.

  2. Á sama tíma hefur fullt af fólki það rosalega slæmt á íslandi! Smátelpur og durgar sem stjórna þessu volaða landi vita ekkert!

Skildu eftir skilaboð