Ísland veitir hundruðum milljóna króna í breskan stríðsfjármögnunarsjóð fyrir Úkraínu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fjárframlög, Úkraínustríðið, Utanríkismál7 Comments

Ísland hefur veitt sem nemur þremur milljónum punda, eða tæpum 520 milljónum króna, í breskan sjóð sem kaupir vopn, varahluti, mataraðstoð og fleira til að halda úti stríðsrekstri í Úkraínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneyta Íslands og Bretlands, í framhaldi af hliðarfundi við fund varnarmálaráðherra NATO sem fram fór í Brussel í gær.

Varnarmálaráðherrar ríkja sem lagt hafa fjármagn til Alþjóðasjóðs um varnir Úkraínu (IFU), sem Bretar hafa forystu um að reka, hittust einnig í tengslum við fund NATO. Ísland hefur veitt sem svarar þremur milljónum sterlingspunda til sjóðsins.

Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, sótti þennan fund ráðherranna, um aukin framlög til kaupa á eldsneyti og matarpökkum fyrir úkraínska herinn, segir á vef utanríkisráðuneytisins. Framlagið sem tilkynnt var um á fundinum nemur um 1,7 milljón evra og verður veitt í sjóðinn. Jafnframt segir að á fundinum hafi verið algjör samstaða um áframhaldandi stuðning við varnir Úkraínu og tilkynntu fjölmörg ríki um aukin framlög til að mæta þörfum Úkraínu.

Fyrsti pakkinn inniheldur þungvopn

Á meðal þess sem IFU-sjóðurinn kaupir eru skriðdrekar, varahlutir, ómönnuð loftför (drónar), rafeindavopn og loftvarnir, í fyrsta pakka af margmilljóna punda stríðsfjármögnun sjóðsins.

Fyrsti pakkinn var samþykktur af Bretlandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þessir samstarfsaðilar, ásamt Íslandi og Litháen, hafa lagt samtals meira en 520 milljónir punda til sjóðsins, að því er segir á vef breska varnarmálaráðuneytisins.

Með áætluð verðmæti 200 milljónir punda, mun fyrsti pakkinn innihalda skotfæri, njósnir á sjó, eftirlit og könnun auk varahluta fyrir ýmsan búnað, þar á meðal skriðdreka í Úkraínu.

Fréttin hefur verið leiðrétt.

7 Comments on “Ísland veitir hundruðum milljóna króna í breskan stríðsfjármögnunarsjóð fyrir Úkraínu”

 1. mar skammast sín fyrir að vera íslendingur ef við erum farinn að halda uppi stríði 🙁

 2. Af hverju fer ekki utanríkisráðherratruntan sjálf til Úkraínu og berst í fremstu viglínu, það væri eins og slá tvær flugur í einu höggi þegar rússarnir myndu lóga kvikindinu!
  Það væri einum stríðsgæpamanninum færra!

 3. Já það virðist vera til nóg af peningum fyrir hvaða rugl sem er – en alls ekki fyrir til dæmis alvöru þjóðarsjúkrahúsi!

  Flestir alþingismenn virðast vera veikir á geði.

 4. Hverslags útgangur er þetta á manneskjunni í grábláa pokanum? Önnur frá hægri.

 5. Eða kannski önnur frá vinstri?

  Það er víst enginn munur á því lengur.

 6. Bendir þetta til að nú eigi að hefja skothríð á borgir Rússlands? Í þessu samhengi hvetja Bandaríkin alla ríkisborgara sína til að yfirgefa Rússland tafarlaust

 7. Spurningar:
  Hve mikið taka þeir fyrir að þvo þennan pening?
  Á hve marga deilist þýfið?
  Hverjir eru það?

Skildu eftir skilaboð