Samtökin 78 fá 55 milljón króna styrk frá forsætisráðuneytinu

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjárframlög2 Comments

„Gaman er að segja frá því að árið 2017 voru heildarframlög ríkisins til samtakanna 6.850.000 krónur en í ár munu framlög forsætisráðuneytisins nema 55 milljónum króna sem sýnir skýra forgangsröðun stjórnvalda í þágu réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á facebook síðu sinni í dag.

Forsætisráðherra og formaður Samtakanna 78, Álfur Birkir Bjarnason undirrituðu styrktarsamning í forsætisráðuneytinu í dag.

„Núverandi ríkisstjórn hefur stóraukið stuðning sinn við Samtökin ´78, meðal annars til að berjast gegn hatursorðræðu og fordómum sem hinsegin fólk verður því miður í auknum mæli fyrir. Á árabilinu 2017-2022 sjöfölduðust heildarfjárframlög ríkisins til Samtakanna vegna skýrrar forgangsröðunar í þágu réttindabaráttu hinsegin fólks, “ er haft eftir forsætisráðherra í tilkynningu af þessu tilefni á vef forsætisráðuneytisins.

2 Comments on “Samtökin 78 fá 55 milljón króna styrk frá forsætisráðuneytinu”

  1. Hvað rétt hafi þessi samtök á að seilast í vasa skattgreiðenda? Engan. Þetta er viðbjóður.

  2. Hundruðum milljóna er mokað árlega hérlendis í allar mögulegar tegundir af hugsanavillu ranghugmyndum og kynbrenglun kynskiptinga sem eru lítill hópur af öllum.
    En á meðan eru engin athvörf né nokkurskonar aðstoð fjármögnuð fyrir karlmenn sem eiga við einhver lífs vandamál eða óreglu að berjast við .
    Engin aðstoð eða athvörf eru veitt fyrir karlmenn, niðurlægðir og brotnir niður með skipulögðu áralöngu kvennníði og árásum ofbeldis hópa kvenna sem leyfist allt gegn karlmönnum.
    Allir að fá styrki af því að þeir eru ofsóttir eða mismunað og því meira afbrýðileiki og brenglun því frekar er fê veitt ï málefnið, en karlkynið sjálft helmingur allra landsmanna má bara eiga sig og frjósa úti og éta það sem úti frýs.
    Ísland er til skammar.

Skildu eftir skilaboð