Hneyksli og spillingarmál leiða til fjölda uppsagna í Úkraínustjórn

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Fjöldi hátt settra embættismanna hefur ýmist sagt starfi sínu lausu eða verið sagt upp í Úkraínu undanfarna daga vegna hneykslis- og spillingarmála, en frá því greinir rússneska fréttastofan Tass ásamt vestrænum, rússneskum og úkraínskum fjölmiðlum. Úkraínustjórn hefur einnig gefið út tilskipun um að embættismönnum sé bannað að yfirgefa landið. Enn hafa engar ákærur verið gefnar út. Aleksey Arestovich, ráðgjafi embættis … Read More

FBI fulltrúi sem rannsakaði tengsl Trump við Rússa handtekinn fyrir tengsl við rússneskan ólígarka

frettinErlent, Peningaþvætti, StjórnmálLeave a Comment

Síðdegis á laugardag var Charles McGonigal, fyrrverandi embættismaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, handtekinn fyrir meint ólögleg tengsl við Rússa. McGonigal var yfirmaður leyniþjónustunnar í New York og tók þátt í rannsókninni á meintum tengslum Trump við Rússland. Sjónvarpsstöðin CBS greinir frá því að McGonigal hafi verið handtekinn vegna „tengsla hans við Oleg Deripaska, rússneskan milljarðamæring sem hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum og … Read More

Starfsmannastjóri Hvíta hússins sagður hætta störfum á næstu vikum

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Reiknað er með að Ron Klain, starfsmannastjóri Joe Biden forseta, láti af störfum á næstu vikum samkvæmt fjölmörgum fréttum vestanhafs. Hann er sagður hafa upplýst forsetann um málið samkvæmt fréttastofu Reuters. Brotthvarf Klain mun hafa miklar breytingar í för með sér í Hvíta húsinu, þar sem hann stjórnar dagskrá forsetans og stýrir stefnuskrá hans. New York Times var fyrst með fréttina … Read More