15 ára stúlka fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftanes

frettinInnlendarLeave a Comment

Afar óhugna­legt at­vik átti sér stað í leik Fjöln­is og Álfta­nes í 2. deild kvenna í knatt­spyrnu í Grafar­vog­in­um í kvöld, mbl.is greinir fyrst frá.

Leikmaður Álfta­nes lenti í hjarta­stoppi á 35. mín­útu leiks­ins en leikmaður­inn sem um ræðir er fædd­ur árið 2008 og því á 15. aldursári.

Í frétt mbl.is kemur fram að tveir læknar hafi verið á staðnum og að þeim hafi í sameiningu tekist að bjarga lífi leikmannskins. Leikmaðurinn gat að lokum gengið sjálfur upp í sjúkrabíl og mun dvelja á barnaspítala hringsins í nótt.

Eftir því sem Fréttin kemst næst er líðan leikmannsins góð eftir atvikum, en ákveðið var að hætta leik eftir atvikið og hefur honum verið frestað um óákveðinn tíma.

Skildu eftir skilaboð