Erum við góðu gæjarnir?

frettinGeir Ágústsson, Pistlar3 Comments

Geir Águstsson skrifar: 

Síðan á árum kalda stríðsins hafa Vesturlönd kallað sig góðu gæjana. Þau berjast jú fyrir mannréttindum, friði, lýðræði, verndun eignaréttar og málfrelsi andspænis fjandmanni sem boðar hið gagnstæða.

Heldur sú þula ennþá? Eða er hún útrunnin eins og gömul mjólk?

Ég sé nokkrar veigamiklar ástæður til að efast um að Vesturlönd séu í raun góðu gæjarnir. Það þýðir ekki endilega að einhver annar sé það. Það þýðir bara að Vesturlönd standa fyrir mörgu sem er í raun ógeðfellt, rétt eins og gildir um aðra heimshluta.

Vesturlönd standa nú fyrir miklu vopnakapphlaupi.

Vesturlönd stóðu að baki veirutímum sem tortímdu bæði verðmætum og lífum á heimsmælikvarða.

Vesturlönd reyna að tefja orkuöflun fátækustu heimshlutanna.

Vesturlönd labba ennþá um gömlu nýlendurnar sínar og fyrri áhrifasvæði eins og eigið gólfteppi og hirða og sprengja það sem þau vilja.

Vesturlönd misnota söguleg völd sín á gjaldmiðlum, greiðslukerfum, fjármagni og skuldum til að skammta refsingum og hindrunum á hina og þessa, oft eftir geðþótta.

Ofan á allt þetta grafa Vesturlönd undan sjálfum sér á marga vegu: Stjórnlaust flæði innflytjenda inn í velferðarkerfin, eyðilegging gjaldmiðla með peningaprentun, kæfandi skattlagning og skrifræði í nafni loftslags og umhverfis svo eitthvað sé nefnt, og ýmislegt fleira.

Ég er stoltur af því að búa í vestrænu landi, með sínar hugmyndafræðilegu og trúarlegu rætur, gildi og áherslu á einstaklinginn. Það er margt að í vestrænum ríkjum og margt að þróast til verri vegar, en valkostirnir (afríski sósíalisminn, kínverska flokksræðið, klerkastjórnir múslímaríkjanna, o.s.frv.) eru verri.

Ég vona að það séu fleiri áhyggjufullir og að það sé skref í átt að því að laga það sem er að.

3 Comments on “Erum við góðu gæjarnir?”

  1. Vesturlöndin hafa aldrei verið góðu gæjarnir og byggja alla sína velferð a arðráni fatækra ríkja, vopnavaldi og spillingu, það er einföld staðreynd og núna er pabbi Pútín kominn til að innheimta karmaskuldina,Afríka rís upp, mið austurlönd loka a dollarann, Brics er stærra en G7, Úkraina átti aldrei séns,Nato er árasarbandalag og woke isminn sundrar öllu sem eðlilegt þykir, barnaníð og satanismi ríkir i efstu lögum vestursins. Það er að koma kreppa , efnahagsleg menningarleg ofurkreppa hja góðu gæjunum. Gott a okkur segi ekki annað

  2. Vestir er vont og er að versna á mörgum sviðum og kannski er tími vestrænnar menninga að líða undir lok en ég set engar vonir við austrið, Rússland, Kína, Iran og hvað Norður Kórea come on

  3. Jón, ég set mér svo sem ekkert minni vonir við Rússland Kína eða Norður kóreu enn vesturlöndin sem eru búin að olnboga sig áfram á yfirgangi og spillingu?

Skildu eftir skilaboð