Lögreglan í Bandaríkjunum varar við uppfærslu í iPhone sem barnaníðingar geta nýtt sér

frettinGústaf Skúlason, TækniLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Um öll Bandaríkin hefur lögreglan sent frá sér alvarlegar viðvaranir um nýlega uppfærslu á iPhone sem barnaníðingar geta notað til að ná samskiptum við börn.

Nánar tiltekið, ef þú (eða barnið þitt) ert með iPhone – og þú uppfærðir nýlega iOS stýrikerfið samkvæmt nýjustu útgáfunni (sem er iOS 17) – þá er best að þú vitir af nýjum eiginleika sem kallast „Name Drop.” Þessi nýi möguleiki virðist hagkvæmur við fyrstu sýn. Í stað þess að þurfa að búa til nýjan tengilið og slá inn símanúmerið handvirkt, þá getur þú núna deilt upplýsingum um þig sjálfkrafa til annarra með iPhone.

Hins vegar og einnig það sem er alvarlegast og flestir þekkja ekki til, er að kveikt er á notkun nýja möguleikans í uppfærslunni. Það er ástæðan fyrir því, að lögreglan um öll Bandaríkin sendir út viðvörun til barna og foreldra í landinu. Þannig að óafvitandi getur handhafi símans sent frá sér persónulegar upplýsingar um heimilisfang, fæðingarnúmer, símanúmer með meiru til allra annarra iPhone síma með sömu uppfærslu í nágrenninu.

Leiðbeiningar um að slökkva á NameDrop á iPhone:
  1. Opnaðu „Stillingar”
  2. Ýttu á „Almennt”
  3. Ýttu á „AirDrop“ flipann, sem stjórnar eiginleikum símans
  4. Slökktu á valkostinum „Tengja tækin saman” (Bringing Devices Together)

Skildu eftir skilaboð