Tölvupóstar BBC og glæpir RÚV

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

BBC fékk viðtal við Díönu prinsessu fyrir 28 árum á fölskum forsendum. RÚV fékk persónuleg gögn Páls skipstjóra Steingrímssonar fyrir rúmum tveimur árum með glæp. BBC er gagnrýnt fyrir að birta ekki tölvupósta. RÚV er ekki gagnrýnt fyrir aðild að byrlun og gagnastuldi.

Skipstjóranum var byrlað 3. maí 2021. Þáverandi eiginkona hans, alvarlega andlega veik, var í síma- og tölvupóstsamskiptum við einn eða fleiri blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Heimildarinnar, RSK-miðla áður en hún byrlaði og stal. Eftir að lögreglurannsókn hófst sameinuðust Stundin og Kjarninn í nýja útgáfu, Heimildina.

Símanum var stolið á meðan Páll skipstjóra lá meðvitundarlaus á gjörgæslu. Síminn var afritaður á Efstaleiti, höfuðstöðvum RÚV, og skilað á sjúkrabeð skipstjórans. Skipulagið gekk út á að skipstjórann grunaði ekki að sími hans hafði verið afritaður.

Þann 21. maí birtu Stundin og Kjarninn samtímis fréttir úr símanum. Fréttaskrifin voru samræmd á RÚV sem var aðgerðamiðstöð afbrotanna. ,,Skæruliðadeild" kom fyrir í báðum fyrirsögnum. Orðið er skáldskapur blaðamanna. RÚV birti enga frumfrétt úr síma Páls skipstjóra. Fréttirnar sem birtust í Stundinni og Kjarnanum voru á hinn bóginn skrifaðar á Efstaleiti, líklega af Helga Seljan í samráði við Þóru Arnórsdóttur. Tilgangurinn var að kalla fram fordæmingu í fjöl- og samfélagsmiðlum. RÚV þóttist alsaklaust en kom í kjölfarið, sem þriðji fjölmiðillinn ótengdur Stundinni og Kjarnanum, og krafði stjórnmálamenn svara um skáldskap sem búinn var til á Efstaleiti - að Samherji ræki skæruliðadeild er skipstjórinn væri í forsvari fyrir.

Fyrir byrlun keypti Þóra Arnórsdóttir á RÚV síma af gerðinni Samsung, sama tegund og sími skipstjórans. RÚV tryggði sér símanúmerið 680 2140. Númer skipstjórans er 680 214X - aðeins munar síðasta tölustaf. Síminn var notaður til að afrita síma skipstjórans en einnig í til samskipta við fyrrum eiginkonu skipstjórans. Þá var síminn einnig verkfæri til að komast inn á samfélagsmiðla skipstjórans og inn á bankareikning hans.

Eftir að lögreglurannsókn hófst, sumarið 2021, gengu blaðamenn skipulega í að eyðileggja sönnunargögn. Lögfræðistofa Láru V. Júlíusdóttur, sem var skilnaðarlögfræðingur konunnar, var vettvangurinn þar sem blaðamenn fengu aðgang að símkortum eiginkonu Páls skipstjóra, hún notaði tvo síma. Símkortin voru með upplýsingum sem blaðamenn vildu eyða.

Þann 3. október 2021, tveim dögum áður en andlega veik eiginkona skipstjórans fór í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglunni sendi hún eftirfarandi tölvupóst til Láru V. Júlíusdóttur:

Sæl Lára.
Ég gef hér með Þóru Arnórsdóttur og Aðalsteini Kjartanssyni umboð til að ná í símkortin mín til þín ef þau óska eftir því að fá þau í hendur ásamt öðru efni sem þú kannt að hafa frá mér

Aðalsteinn er blaðamaður á Stundinni, nú Heimildinni. Annar viðtakandi tölvupóstsins var Ingi Freyr Vilhjálmsson samstarfsmaður Aðalsteins. Báðir eru sakborningar. 

Tölvupóstar frá RÚV voru sendir í aðdraganda byrlunar og þjófnaðar. Þeim gögnum hefur verið eytt. Lögreglan er í sambandi við Google og Facebook um að fá skeytasendingar milli blaðamanna og fyrrum eiginkonu skipstjórans. Fáist þau gögn sést svart á hvítu hvernig skipulagi RSk-miðla var háttað vorið 2021.

Í febrúar næstkomandi eru tvö ár síðan blaðamenn RSK-miðla fengu stöðu sakborninga í lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi. Ekki er ósennilegt að ákærur verði birtar öðru hvoru megin við tveggja ára afmælið.

Skildu eftir skilaboð