Gústaf Skúlason skrifar:
Gert er hlé á stærstu réttarhöldunum sem í gangi eru gegn Donald Trump. Dómarinn gerir hlé á réttarhöldunum gegn Donald Trump, þar sem hann er sakaður um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Andstæðingar Trumps höfðu vonast til, að ákæran um landráð kæmi í veg fyrir að Trump gæti boðið sig fram til forseta að nýju. Sú von er núna að engu orðin eftir ákvörðun Hæstaréttar, að hafna beiðni Jack Smith saksóknara um að ákveðin ferli í réttarfarskerfinu yrðu sniðgengin til að hraða málinu.
Hléið er vegna rannsóknar á friðhelgi forseta Trumps, þar sem hann var í embætti forseta til 20. janúar 2021. Réttarhöldin áttu að hefjast í mars 2024 í miðri kosningabaráttunni en óvíst er hvenær þau hefjast að nýju. Gæti þyrft að fresta ferlinu þar til eftir forsetakosningarnar 2024 og er litið á það sem stóran sigur fyrir Trump í málinu.
Ekki hægt að afnema friðhelgi forsetans
„Þetta er mikill sigur fyrir Trump forseta og fyrir réttarríkið okkar” sagði talsmaður Trumps, Steven Cheung, samkvæmt Reuters. Trump sjálfur fagnar ákvörðuninni og skrifar á Truth Social (sjá að neðan), að andstæðingar hans séu sjálfir að reyna að gera það sem þeir saka Trump um: að kollvarpa lýðræðiskerfinu.
Jack Smith ætlaði að fá friðhelgi forsetans hnekkt vegna aðburðarins 6. janúar 2021 en Trump var sem sagt í embætti fram til 20. janúar 2021. Héldu andstæðingar Trumps því fram að þar sem búið væri að kjósa nýjan forseta gilti friðhelgi fráfarandi forseta ekki lengur. Hefði það verið raunin, þá hefðu þeir geta tekið á málum á annan hátt til að flýta fyrir dómi á Trump fyrir upplogin afbrot sem landráðamanns. Að Trump gagnrýndi framkvæmd kosninganna segja andstæðingar hans að sé uppreisn gegn bandaríska ríkinu.
Málaferlin eru íhlutun í forsetakosningarnar 2024 til að koma í veg fyrir að stjórnmálaandstæðingur Bidens geti boðið sig fram
Trump skrifar á X (í lauslegri þýðingu):
Svo brjálaði Jack Smith með margar tapsögur á bakinu, sem skipaður var „hálfvita” saksóknari af Biden, vegna þess að hann gengur of langt, hann vill hraða, hraða, hraða sér til Hæstaréttar vegna hins mikilvæga máls um friðhelgi forsetans, sem er svo mikið grundvallaratriði, að það ætti að vera sjálfvirkt í Bandaríkjunum. Hann vill ekki fara til Hæstaréttar okkar og tapa eða fá neikvætt álit en það sem hann vill gera er AÐ SKIPTA SÉR AF FORSETAKOSNINGUNUM 2024, í von um að geta skaðað STJÓRNMÁLAANDSTÆÐING BIDEN. Með öðrum orðum, þá vill hann SVINDLA, því ef þeir vildu virkilega HAFA HRAÐANN Á, þá hefðu þeir höfðað þetta fáránlega mál fyrir 3 árum síðan og allt væri löngu yfirstaðið. En nei, þeir biðu og biðu og biðu og komu með það í miðri forsetaherferð minni – sem er SKILGREININGIN Á KOSNINGAÍHLUTUN!!!“
So Deranged Jack Smith, the Biden appointed “nut job” prosecutor with a big record of loses because he goes too far, wants to RUSH,RUSH,RUSH to the Supreme Court on the important matter of Presidential Immunity, something which is so basic to America that it should be automatic.…
— Donald J. Trump Posts From His Truth Social (@TrumpDailyPosts) December 14, 2023