Geir Ágústsson skrifar:
Um daginn datt ég inn á alveg magnaða tölfræði um mögulegar afleiðingar þess fyrir börn að vera án föður eða föðurímyndar í lífi sínu. Svimandi hátt hlutfall allskyns glæpamanna eiga það sameiginlegt að hafa ekki haft föður í lífi sínu.
Ég leyfi mér því að hafa miklar áhyggjur af nokkrum börnum sem eru falin frá föður sínum eftir að hafa verið heilaþvegin svo mánuðum skiptir, til að vilja ekkert með hann hafa:
Drengirnir séu í umsjá vina og vandamanna ... og að ekki sé hægt að segja að þeir séu í felum – þeim líði vel.
Og þetta bara má, afleiðingalaust. Móðirin í grjótinu fyrir ítrekuð lögbrot og börnin á vergangi, haldið með andlegum og líkamlegum ráðum frá föður sem vill fá þau, og á rétt á því lögum samkvæmt, enda eini forráðamaður þeirra eftir að hafa prófað sameiginlega umgengni og uppskorið ekkert nema tálmun.
Hvað er langtímaplanið hérna? Jú, auðvitað að gera þessi börn föðurlaus. Í staðinn tekur við kærasti mömmunnar sem þekkir þau lítið sem ekkert.
Nú er að vísu ekkert óalgengt að börn á Íslandi séu gerð föðurlaus. Oft er þetta gert með því að gera þá gjaldþrota og hrekja þá í sjálfsvíg þegar þeir sjá ekki fram á neinar leiðir til að taka við börnunum og sjá um þau, enda búið að hreinsa launin af þeim áður en þau svo mikið sem enda á bankabókinni. Önnur aðferð er að beita tálmun og ræða einstæðar mæður sín á milli um að slíkt sé afleiðingalaust. Foreldrafirringin - það að gera börn afhuga föður sínum með stanslausum heilaþvotti - er líka gott ráð.
Kannski er hérna komin rótin af allskyns öðrum vandamálum barna á Íslandi og sérstaklega drengja: Versnandi námsárangur, brottfall ungmenna úr námi og ýmislegt fleira.
Kannski er hratt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi ekki sprautunum að kenna heldur því að karlmenn þora hreinlega ekki að eignast börn með íslenskum konum lengur. Slíkt gæti verið ávísun á líf á hrakhólum með tómt veskið.
En sem sagt, einhvers staðar á Íslandi eru börn geymd í einhverju herbergi eða kjallara eða sveitabæ eða sumarbústað af því allt er betra en að þau séu með föður sínum.
Og lögreglan gerir ekkert.
Viðbjóður.