WHO á ekki að ráða hér á landi

frettinJón Magnússon, WHOLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) hafa að verulegu leyti brugðist síðustu ár og margar stofnanir bæði WHO(Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) og Unesco (menningar of fræðslustofnunin). Svo ekki sé talað um samtök tildurkvennanna í UN Women.

WHO brást algerlega á tímum Kóvíd heimsfaraldursins og má að mörgu leyti kenna um hve illa fór í baráttunni við faraldurinn og hvað gríðarlegum fjármunum var eytt að nauðsynjalausu. Gripið var til þvingunarráðstafana sem voru með öllu ónauðsynlegar. Þá stóð forusta WHO þétt að baki Kínverjum til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu um uppruna Kóvíd veirunnar. 

Svo dettur ráðamönnum í hug, að framselja ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar til þessarar stofnunar. Það gengur ekki. Í fyrsta lagi er engin ástæða til þess. Í öðru lagi þá verður ekki séð að WHO sé líklegt til að taka betur á málum en íslensk stjórnvöld og í þriðja lagi þá hræða sporin. WHO hefur verið mislagðar hendur á undanförnum árum. 

Af hverju koma Norðurlöndin sér ekki saman um samvinnu á sviði heilbrigðismála, en láta WHO og aðgerðir þess eiga sig. Það er ekki alltaf af því góða að deila fullveldinu. Sérstaklega ekki þegar um gjörsamlega vanhæfa stofnun er að ræða eins og WHO. 

Skildu eftir skilaboð