Dolph Lundgren: Vaknið víkingar!

Gústaf SkúlasonInnlendarLeave a Comment

Hollywoodstjarnan Dolph Lundgren gagnrýnir sænska réttarkerfið harðlega fyrir einstaklega stutta dóma yfir nauðgurum.
„Vaknið víkingar!“ skrifar leikarinn á Instagram.

Í færslunni lýsir Dolph Lundgren því sem hann sér sem „nýjan botn fyrir sænska réttarkerfið“:

„Afbrotamaður – sem var ákærður fyrir 21 kynferðisafbrot gegn konum og í öllum tilvikum dæmdur,  þar á meðal fyrir sjö nauðganir þar sem byrlað var fyrir fórnarlömbunum, – hann var látinn laus í vikunni eftir tveggja ára(!) fangelsi.“

Stjarnan bætir við:

„Vaknið víkingar!“

Dolph Lundgren, 66 ára, hefur lengi búið í Los Angeles í Bandaríkjunum en tjáir sig stundum um ástandið í heimalandi sínu.

Sumarið 2022 brást hann hart við því að þrír karlmenn fengu fáránlega lága dóma í Svíþjóð fyrir að hafa hópnauðgað fatlaðri stúlku. Þá skrifaði Dolph Lundgren á Instagram:

„Því miður getur heimaland mitt Svíþjóð ekki lengur verndað konur sínar gegn því að vera nauðgað.“

Skildu eftir skilaboð