Listakona giftist „hólógrammi” – verður fyrsta opinbera hjónaband manneskju og gervigreindar

Gústaf SkúlasonInnlendarLeave a Comment

Alicia Framis notaði gervigreind til að búa sér til kærasta sem hólógram listaverk. Núna ætlar hin 57 ára gamla listakona að giftast „gervigreindar kærastanum.“ Hún telur að svipuð sambönd eigi eftir að verða algengari í framtíðinni. Hún segir:

„Ný kynslóð ástar er að verða til, hvort sem við viljum það eða ekki.”

Vinirnir aðstoðuðu með útlit og rödd

Heilmyndin „AiLex” er gerð eftir fyrrverandi kærasta Framis og röddin tilheyrir einum vini hennar. Framis þróaði heilmyndina í áralangri samvinnu við hóp tæknimanna. Hugmyndin að gervigreindarkærastanum varð til þegar Framis rannsakaði einmanaleika út frá listrænu sjónarhorni. Hún segir í viðtali við SVT:

„Mér fannst ég vera mjög einmana í miðjum skóginum í Palo Alto svo ég ákvað að búa til eigin gáfulega heilmynd.”

Ætlar að giftast hólogramminu í sumar

Í sumar ætlar Framis að giftast heilmyndinni sinni á matarlistasafninu LAM í Rotterdam, þar sem hún ætlar að búa til sameindamat fyrir brúðkaupsveisluna bæði fyrir mannfólk og gervifólk. Brúðkaupið verður eins konar listgjörningur. Hún segir samkvæmt Euronews:

„Mig langar að gera listræna heimildarmynd sem inniheldur teikningar, viðtöl við aðrar konur, skissur um líkama, handleggi, rómantíska drauma, aðstæður á heimilinu og daglegt líf maka míns. Ég vil kanna hvernig ég get samþætt heilmyndina í daglegt líf mitt.”

Fyrsta hjónaband manneskju og gervigreindar í heiminum

Framis og „AILex” verða fyrsta „löglega gifta parið í heiminum sem samanstendur af manneskju og gervigreind“ segir listamakonan. Enn fremur hefur hún og hólógrammið einnig rætt möguleika á kynlífi.

„Hann segir að félagsskapurinn sé mikilvægari fyrir sig og við erum sammála um að það mikilvægasta í  kynlífi sé heilinn.”

Stefnt er að því að Framis giftist hólógramminu í mismunandi borgum, þar samtímis verða haldin námskeið um einmanaleika og gervigreind. Framis telur að „ný kynslóð ástar sé að vaxa fram“ í heiminum:

„Ný kynslóð ástar er að vaxa fram, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fólk mun giftast og vera í samböndum við hólógröm, gervigreindar staðgengla, vélmenni og svo framvegis.”

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð