19. þáttur Heimsmálanna var hljóðritaður í dag, 26. apríl. Þau Margrét Friðriksdóttir sem núna heitir Margrét McArthur Friðriksdóttir og Gústaf Skúlason fóru yfir það sem hæst ber um þessar mundir eins og til dæmis ákall iðnaðarsamtaka, viðskiptalífs og verkalýðshreyfinga sem afhentur var Ursulu von der Leyen, forseta ESB nýlega.
Tíu punktar Aberdeen-yfirlýsingarinnar um nýja iðnaðarstefnu ESB
Segir í Aberdeen-yfirlýsingu þeirra, að einhliða stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum stefni öllum heilbrigðum atvinnurekstri innan ESB í hættu og muni að lokum skapa fjöldaatvinnuleysi og hrun heilla iðngreina ef ekkert verði að gert. Bent er á að græn stefna ESB grafi undan samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja sem geta ekki lengur keppt við ríkisstyrkt kínversk fyrirtæki. Undir Aberdeen-yfirlýsinguna skrifa stærstu fyrirtæki Evrópu, 15 mismunandi samtök atvinnulífsins og mörg verkalýðsfélög.
Er það vel að fleiri eru farnir að þora að standa í lappirnar aðrir en bændur sem hafa staðið í fararbroddi gegn grænum árásum ESB sem er að útrýma landbúnaði sambandsríkjanna. Bændur og sjómenn hafa tekið saman höndum og efna til nýrra mótmæla gegn ESB í Brussel fyrir kosningarnar til ESB-þingsins í byrjun júní.
Aberdeen yfirlýsingin leggur fram 10 punkta til eflingar atvinnulífi og iðnaðar innan ESB:
- Gera iðnaðarstefnu að höfuðverkefni stefnumótunaráætlunar ESB (2024-2029)
- Hafa sterka opinbera fjármögnun úr sjóði Clean Tech
- Gera ESB aftur að samkeppnishæfum orkuframleiðanda á heimsvísu
- Einbeita sér að nauðsynlegum innviðafjárfestingum innan ESB
- Auka tryggingu ESB að hráefni
- Auka eftirspurn eftir loftslagshlutlausum, losunarlitlum og endurvinnanlegum vörum
- Þrýsta á, styrkja, endurlífga og bæta innri markaðinn
- Gera umgjörð nýsköpunar snjallari
- Bæta nýju gildi í löggjöfina
- Tryggja að uppbyggingin hvetji til árangurs
Umpólun í efnahagslífi heimsins og aukinn óróleiki í stjórnmálum
Margir lyftu eflaust augabrúninni, þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn uppfærði hagvaxtarspár sínar og það sýndi sig að hagvöxtur er mestur í Rússlandi á Vesturlöndum. Rússland sem ESB skilgreinir sem hryðjuverkaríki og hefur baki brotnu reynt að knésetja efnahagslega undanfarin ár, slær ESB við engu að síður. Reyndar hafa margar aðgerðir sagðar vera gegn Rússlandi lagst harkalegra á íbúa ESB en íbúa Rússlands. Græn stefna ESB hefur skapað orkuskort á meginlandinu og aukinn kostnað fyrir heimilin og fyrirtækin sem nú eiga fótum fjör að launa til að forðast gjaldþrot. Á sama tíma blómstrar efnahagslíf óvinarins, þrátt fyrir allar aðgerðir.
Titringurinn í stjórnmálunum er slíkur, að samgönguráðherra Þýskalands hótar með að banna bílaumferð í landinu á laugardögum og sunnudögum ef frumvarp hans í loftslagsmálum verði ekki samþykkt! Fleiri hótanir bárust einnig lengra úr suðri, þegar forsætisráðherra Spánar hótaði í bréfi til þjóðarinnar, að hann myndi segja af sér vegna rannsóknar á spillingu eiginkonunnar í viðskiptum sem hann að sjálfsögðu segir að enginn fótur sé fyrir. Stjórnmálatitringur í Þýskalandi vegna Strumpalitar Valkostar fyrir Þýskaland er kannski hámarkstáknið á þeirri andlegu truflun sem þjakar stjórnmálamenn Vesturlanda um þessar mundir.
Hvernig land vilt þú að börnin og barnabörnin þín erfi?
Hugvekju Victor Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands um hvers konar land hann vill skilja eftir fyrir börnin og barnabörnin að vaxa upp í nær til hjarta kristinna manna. Hann segir að hann leggist gegn því að Ungverjaland verði múslímskt og besti arfur framtíðarinnar sé hið kristna samfélag. Þau Margrét og Gústaf voru því algjörlega sammála og tóku undir.
Margrét McArthur Friðriksdóttir sem er þessa dagana í Egyptalandi nálægt landamærum Gaza lýsti því, að ekkert sæist til palestínskra flóttamanna frá Gaza. Að sögn heimamanna sem hún hefur rætt við, segjast þeir ekki vilja taka við palestínskum flóttamönnum m.a. vegna hrottafenginnar framkomu þeirra, eins og að nota eigin fjölskyldumeðlimi og börn sem mannlega skildi í stríðinu við Ísrael. Meira um það síðar.
Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn: