Samtökin´78 auglýsa eftir kynhlutlausum orðum yfir ömmu og afa

frettinInnlendar2 Comments

Samtökin´78 standa fyrir nýyrðasamkeppni í þriðja sinn, Hýryrði 2023. Samtökin leita nú meðal annars að kyn­hlutlausum orðum yfir ömmu og afa (foreldri foreldris) sem hægt er að nota fyrir kynseg­in fólk. Eins leita samtökin að skamm­stöf­un fyr­ir orðið kynseg­in. Þetta kemur fram á síðu samtakanna.

Í fyrri samkeppnum urðu meðal ann­ars til orðin eikyn­hneigð, dul­kynja, flæðigerva, kvár og stálp.

Sam­tök­in lýsa þar að auki eft­ir ábend­ing­ar­for­nafni í ein­tölu sem myndi virka sem kyn­hlut­laus út­gáfa af karl- og kven­kynsorðunum sá og sú sem hægt væri að nota bæði þegar talað er um kynseg­in fólk eða þegar kyn mann­eskju er ekki þekkt.

Þrjú hýr­yrðanna sem samtökin leita að eru þýðing á ensk­u orðunum Tvö þeirra eru femme og masc og lýsa bæði kyntján­ingu ein­stak­linga og líka þeim ein­stak­ling­um sem fólk laðast að. Þá auglýsa samtökin einnig eftir þýðingu á orðinu al­losex­ual, sem notað er um fólk sem upp­lif­ir kyn­ferðis­lega aðlöðun og er gagnstætt orðinu eikynhneigð.

2 Comments on “Samtökin´78 auglýsa eftir kynhlutlausum orðum yfir ömmu og afa”

  1. Það eru bara til tvö kyn, karl og kona, allt annað er afbrigðilegt. Úrkynjun mannkynsins er ekki til heilla.

  2. Þau ættu að eyða tímanum sínum í að týna plast úr fjörunni frekar en að bulla í saklausum börnum!

Skildu eftir skilaboð