Selenskí játar veikleika

frettinInnlendar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Í tísti segir forseti Úkraínu að óvissa sé veikleiki og vill fá tryggingu fyrir inngöngu landsins í Nató. Tryggð innganga jafngildir aðild sem nánast sjálfkrafa fæli í sér stríð Nató gegn Rússlandi. Ekki er vilji til þess hjá Nató-ríkjum.

Fyrir nokkrum vikum átti leiðtogafundur Nató í Vilníus að setja Rússum afarkosti. Hugmyndin var að sókn Úkraínu í Saparosía væri um það bil að kljúfa i tvennt hernámssvæði Rússa og ógnaði Krímskaga er Rússar hernumdu 2014.

Sumarsókn Úkraínuhers hófst 4. júlí en skilar ekki árangri. Síðustu fréttir af vígvellinu í Saparosíja og Donbass sýna rússneskan ávinning en ekki úkraínskan. Annar mælikvarði á framgang Úkraínu er fáar fréttir. Þeir eru margar þegar Úkraína sækir fram.

Tíst Selenskí, sjá hlekk í fyrstu málsgrein hér að ofan, nefnir hann samningaviðræður við Rússa. Samningar og afarkostir eru ólíkir hlutir.

Tal Selenskí forseta um samninga við núverandi kringumstæður er meiri veikleiki en óvissan um inngöngu Úkraínu í Nató. Ekki fyrir löngu sögðust ráðamenn í Kænugarði fyrst semja við Pútín er úkraínskar hersveitir stæðu við borgarhlið Moskvu. Í dag er talað um samninga á meðan Rússar stjórna þriðjungi Úkraínu.

Úkraínustríðinu lýkur með samningum, vonandi fyrr en seinna. Líkur standa til að þeir samningar verði á rússneskum forsendum fremur en úkraínskum.

One Comment on “Selenskí játar veikleika”

  1. Helvítis drullusokkurinn á eftir að fá inngöngu í NATO árásarsamtökin

    Ég er drullusmeykur að þetta muni enda með kjarnorkustyrjöld á endanum, rottulýðurinn sem stendur baki þessu hefur bara eitt markmið og það er að tortíma heiminum með heimsku sinni!

    Vonin liggur í því hve fljótt ríkisstjórnir Þyskalands og Frakklands falla, það er eina von Evrópu til að brjóta niður þessa Bandarísku NATO einræðisstefnu. Þá á endanum verða svona kjánaþjóðir eins og Ísland sem vonandi enda einángraðar í eigin fáfræði og heimsku:

Skildu eftir skilaboð