Geir Ágústsson skrifar:
Eins og öllum er ljóst eru rússneskir og úkraínskir hermenn núna að deyja á sléttum Úkraínu og sennilega eitthvað fleiri af þeim síðarnefndu en þeim fyrrnefndu enda er erfiðara að ráðast á sterk varnarmannvirki en að verja þau.
Í stað þess að líta á átök Rússa og Úkraínumanna sem staðbundin átök með langan aðdraganda, augljós endalok og vel þekktar lausnir hefur átökunum verið breytt í óbein átök milli Vesturlanda og Rússlands. Og hvað er þá til ráða þegar hermenn stráfella?
Jú, fjölga þeim.
Ég les núna hugleiðingar þess efnis að innleiða á ný herskyldu í Evrópu. Slíkt úrræði gæti aflað hakkavélinni í Úkraínu ferskt kjöt. Synir okkar, bræður og frændur fengju að deyja til að tryggja aðgengi úkraínskra yfirvalda að rússneska minnihlutanum í Austur-Úkraínu. Er það ekki verðugur málstaður?
Einu sinni var hægt að benda á herskáa bandaríska hershöfðingja með hneykslun og segja þá bara vera að ganga erinda stórfyrirtækja og heimsveldis í leit að óvinum. Núna er ekki hægt að benda á neitt nema spegilmyndina á meðan ungu mönnunum er veifað bless á leið í ómerkta gröf í útjaðri Evrópu eftir að hafa barist fyrir vonlausan málstað.
One Comment on “Vígvellinum vantar ferskt blóð”
Vígvellinum. Hin trúlausa vinstri WEF fasista klíka á vesturlöndum er til í að fórna eins mörgum mannslífum og þarf til að ná/halda heimsyfirráðum í gegn um BIC kerfið.