Biden ávarpaði Selenskí með nafni Pútíns

frettinInnlendarLeave a Comment

Biden forseti ávarpaði Volodymyr Selenskí, forseta Úkraínu, sem „Vladimir“ á ræðu sem hann hélt á miðvikudag. Biden virðist rugla honum saman við rússneska forsetann og erkióvin Vladimir Pútín.

Nýjasta klúður hins 80 ára gamla forseta, vakti athygli í ummælum hans á árlegum leiðtogafundi NATO í Vilníus í Litháen.

„Vladimir og ég … ég ætti kannski ekki að vera svona persónulegur, sagði Biden á blaðamannafundi, sem virtist átta sig rétt eftir klúðrið og ávarpaði forsetann þá sem herra Selenskí.

Selenskí virtist ekki sérlega ánægður með þennan rugling hjá Biden, atvikið má sjá hér neðar.


Skildu eftir skilaboð