Biden býður Rússum Austur-Úkraínu

frettinPáll Vilhjálmsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Biden forseti Bandaríkjanna segir Úkraínu fá aðild að Nató eftir friðarsamninga við Rússa. Hér talar Biden eins og blaðafulltrúi Pútín forseta Rússlands.

Rússar hófu stríðsaðgerðir gegn Úkraínu þegar landið var á hraðferð inn í Nató. Úkraínski herinn var og er fjármagnaður og þjálfaður af Nató. Aðeins formsatriði að sippa landinu inn í vestræna hernaðarbandalagið.

Eftir að Rússar hófu hernaðaraðgerðir fyrir hálfu öðru ári var ekki hægt að kippa Úkraínu inn í Nató án þess samtímis að lýsa stríði á hendur Rússlandi.

Krafa Rússa er að Úkraína verði hlutlaust ríki á milli Rússlands og Nató-ríkja. Næst skásti kostur Rússa er að leggja undir sig suður- og austurhluta Úkraínu. Afgangurinn af Úkraínu gæti orðið Nató-ríki, Rússar væru komnir með varnarbelti. Vestur-Úkraína væri lítið ríki, fátækt af náttúruauðlindum. Til lengri tíma litið væru Rússar með álíka áhyggjur af Vestur-Úkraínu og Finnlandi.

Friðarsamningar munu taka mið af stöðunni á vígvellinum í Garðaríki. Sumarsókn Úkraínu er runnin út í sandinn. Rússar eiga næsta leik.

Afstaða Biden er nánast tilboð til Rússa að yfirtaka þá hluta Úkraínu sem þeir telja sig þurfa en leyfa Vestur-Úkraínu að ganga í Nató. Pútín tekur tilboðinu enda er það rausnarlegt.

Skildu eftir skilaboð