Úkraínustríðið nálgast hratt 1917 augnablikið

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Rússland eða Úkraína, fer eftir hver talar, nálgast hratt 1917-augnablikið er viðkvæði álitsgjafa um Úkraínustríðið.

1917-augnablikið kemur þegar önnur hvor þjóðin, rússneska eða úkraínska, segir hingað og ekki lengra. Atburðarásin verði sambærileg októberbyltingunni fyrir 106 árum. Stríðsþreytt þjóð varpar af sér okinu, krefst nýrra stjórnarhátta er tryggja frið og brauð.

Af ýmsum ástæðum er harla ólíklegt að komi til byltingar í öðru hvoru ríki stríðsaðila. Fyrir það fyrsta eru fáar vísbendingar um stríðsþreytu. Í öðru lagi er hvergi að sjá pólitíska andstöðu í hvoru ríki um sig, sem eitthvað kveður að. Í þriðja lagi lifa íbúar utan átakasvæða tiltölulega hversdagslegum lífi. Eldsneyti byltingar er af skornum skammti.

Meiri líkur eru á 1918-augnabliki. Snemma hausts 1918 tilkynnti þýska herráðið Vilhjálmi keisara að stríðið í landamærahéruðum Frakklands og Belgíu væri tapað. Stuttu síðar óskuðu þýsk stjórnvöld eftir vopnahléi og fengu það klukkan 11 þann 11.11. 1918. Fyrri heimsstyrjöld lauk þar með.

Á nýafstöðnum leiðtogafundi Nató-ríkja í Vilníus var Selenskí forseta Úkraínu herma óstaðfestar fregnir, að verði víglína Rússa í Saparosjíja ekki brotin á bak aftur í nóvember næstkomandi muni vesturlönd ekki vera Úkraínumönnum jafn rausnarleg og hingað til.

Síðustu daga ber á staðhæfingum um þrátefli á vígvellinum. Kurteist orðalag um að úkraínska sóknin sem hófst 4. júlí sé í ógöngum. Á tímalínu stríðsaðgerða er nóvember handan við hornið.

Klukkan glymur Kænugarði fyrr en Kreml.

Skildu eftir skilaboð