Ertu með eigin skoðanir eða annarra?

frettinGeir Ágústsson, Pistlar2 Comments

Geir Águstsson skrifar:

Ég les eftirfarandi orð í stórgóðum pistli á vefritinu Krossgötur:

Ritskoðun birtist fyrst og fremst sem sjálfsritskoðun. Maðurinn er sjálfsritskoðandi vera. Hann vill vera elskaður, dáður og þráður; hann vegur orð sín vegna þess að hann skelfur og titrar við tilhugsunina um höfnun og að vera yfirgefinn. Þessi ótti einn og sér saumar fyrir munninn á fólki.

Og hvers vegna saumar fólk fyrir munninn á sér? Jú, til að fá ekki á sig ýmsa stimpla. Látum sérfræðingana um að mynda skoðanir okkar. Stjórnmálamennirnir vita hvaða skoðanir eru réttar. Eða eins og segir í sömu grein:

Hin nýja alræðisstefna er ekki endilega svo fasísk eða kommúnísk í eðli sínu. Hún er tæknikratísk. Það sem er að koma fram er alræði undir forystu „sérfræðinga“, sem er framfylgt með tæknilegum aðferðum, af tegund sem við höfum aldrei séð – fyrr en nú.

Veirutímar kenndu mörgum að hinir svonefndu sérfræðingar höfðu ekki rétt fyrir sér um neitt og gerðu illt verra með ráðleggingum sínum. Fyrir vikið hafa margir byrjað að hugsa sig tvisvar um þegar aðrir spekingar tjá sig, svo sem um loftslagið og sjúkdóma framtíðar og viðbrögð gegn hvoru tveggja.

En flestir og þá sér í lagi neytendur frétta hinna stærri miðla eru ennþá dyggir stuðningsmenn hins tæknikratíska alræðis sem fær fólk til sauma fyrir munninn á sjálfu sér.

Nú er það auðvitað ekki svo að allt sem kemur úr munni sérfræðinga og blaðamanna sé vitleysa. En gleymum því ekki að orð þessa fólks eru einfaldlega innlegg í umræðuna, ekki umræðan í sjálfu sér. Skoðanir annarra eru bara það og þurfa ekki að gerast þínar skoðanir nema þú sannfærist um réttmæti þeirra.

Ég mæli eindregið með pistlinum á Krossgötum. Sérstaklega ef þú ert ósammála þessari færslu minni.

2 Comments on “Ertu með eigin skoðanir eða annarra?”

  1. Sumar skoðanir, sem ekki féllu í kramið hjá valdhöfum, voru bannaðar þó að nú sé nokkuð ljóst að þær eru SANNLEIKURINN. Hversu margir fengu að finna fyrir ritskoðun um t.d. uppruna Covid, bólusetningar, Hunter Biden fartölvuna, etc. Lýðræði án skoðanaskipta getur vart talist lýðræði. Það kallast einræði. Og einræði guðlausra manndjöfla eru skelfileg örlög fyrir mannkynið.

  2. Ég hef eina skoðun á eftirliti Umhverfisstofnunar er varðar loftgæði, horfið út um gluggann núna, hvar eru viðvaranir frá þessu skíta batterýi Umhverfisstofnun, það er nefnilega þannig á þessu skeri okkar að þegar að á þarf að halda eru menn með nuður um sig, þetta snýst nefnilega eingöngu um að fá laun fyrir ekkert. Ætlið þið að segja mér það að þessi mengun sem bókstaflega sést núna út um gluggann sé skaðlaus ungabörnum, lungnasjúkum og gamalmennum!

Skildu eftir skilaboð